Ódýarar vangaveltur um prófkjör
26.1.2007 | 15:27
Mér er sagt af stjórnmálamanni í litlum flokki sem hringdi miskunnarlaust í flokksbundna Sjálfstæðismenn og þrábað þá um að koma á kjörstað í prófkjöri þeir þyrftu bara að undirrita stuðningyfirlýsingu sem yrði rifin. Sumir þessara manna hafa aldrei litið viðkomandi stjórnmálamann réttu auga eftir þetta.
Í prófkjöri Framsóknarmanna á Suðurlandi var miskunnarlaust hringt í menn og þeim sagt misjafnlega berum orðum að þeir gætu bara gengið úr flokknum aftur. Fjöldamargir kusu í prófkjörinu sem aldrei munu kjósa Framsókn í vor og hafa aldrei gert.
Það er með öðrum orðum ósvífnasta fólkið sem kemst í vænleg sæti úr prófkjörum en jafnframt fólk sem hefur skipulagshæfileika og getur fengið aðra til að vinna fyrir sig.
Nú er pólitík óvæginn og harður leikur og hefur alltaf verið. Í þeirri glímu sem pólitíkin er hefur sjálfsagt alltaf verið gripið til vafasamra aðferða.
Aðeins hörkutólin komast alla leið.
Eygló Harðardóttir upplýsir að prófkjörsbarátta hennar hafi kostað 700 þúsund krónur. Henni finnst óréttlátt að önnur kona fái þriðja sætið án þess að hafa þurft að leggja í nokkurn kostnað eins og hún orðar það efnislega í einhverjum miðli.
Það er stutt frá þessari hugsun í það að það sé kominn verðmiði á sætin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Facebook
Athugasemdir
Þetta finnst mér ákaflega góður pistill.
Hlynur Þór Magnússon, 26.1.2007 kl. 15:40
Það er verðmiði á öllu! Beinharðir peningar segja kanski ekki allt, verðgildi eru oft háð fleiru og fellur undir mímarga flokka! Við skulum vona að allir geta staðið teinréttir með góða samvisku eftir baráttuna.
Uppskeran skilar sér innan skamms ...........
www.zordis.com, 27.1.2007 kl. 22:11
Nú verður þú að tala skýrar Baldur, því mér er lífsins ómögulegt að skilja á orðum þínum hvort þú ert að tala um Bjarna Harðarson, Guðna Ágústsson eða Hjálmar Árnason, því allir beittu þeir þessum brögðum óspart í aðdraganda prófkjörsins.
Þórður Eyjólfsson (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.