Var íslenskt samfélag hart og skilningslaust?

það er ógnvænlegt að fylgjast með lýsingum á ofbeldinu sem drengir í Breiðuvík urðu fyrir á sjötta og sjöunda áratug þessarar aldar.  Ég var að horfa á Kastljósið.  Mínar pælingar varða samfélagið sjálft. Var íslenskt samfélag hart og skilningslaust, ólæst á tilfinningar barna og unglinga á þessum tíma og er kannski að einhverju leyti enn.  M.ö.o var heimilið í Breiðuvík einstakt afmarkað tilfelli eða var það bara óvenjuslæm birtingarmynd íslensks veruleika.

Ég hef það á tilfinningunni ða íslenska samfélagið hafi verið illa læst á tilfinngar barna og lítið hafi verið pælt í hugarheimi þeirra. Við höfum um þetta staðfesta vitnisburði frá fyrri öldum t.d. sögu um prest sem lamdi dreng vegna þess að hann gat ekki hætt að gráta móður sína. En yfirleitt höfum við lifað í þeirri trú að ástandið hafi verið þokkalegt á okkar tíma. Ég er svolítið hræddur um að það sé ekki allskostar rétt. Sjálfur hef ég heyrt frásagnir manna sem hafa verið beittir harðræði í bernsku. Í dag er langt í frá að fullt tillit sé tekið til barna en ég vil ekki drepa málinu á dreif með því að fara út í það í bili. Fróðkegt væri ef fréttamenn tækju upp þennan vinkil.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Baldur. Ég er það ungur að ég þekki ekki þennan stað og hafði aldrei heyrt neitt um hann. En, þessi sanna saga er skelfileg. Sérstaklega fyrir það að það var reynt að benda á staðreyndir en ekki var hlustað. Ég er orðlaus af skelfingu og finnst að samfélagið eigi að hlusta á þessa menn.

Sérstaklega finnst mér áhugavert, ef hægt er orða það svo, hvað Gísli er búinn að lesa út úr samhengi afbrota og hörmunga þeirra er dvöldu á staðnum. Við erum það fá hér á landi að það hlaut að vera, á vissan hátt, skýring fyrir þessu liferni mannanna. Eitthvað bjó að baki? ÞEtta er svo sárt að heyra...

Sveinn Hjörtur , 5.2.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband