Af frjálsri för launafólks, Núpsvirkjun o.fl.

Ég átti ekki heimnangengt á fundinn í Árnesi í gær þar sem mótmælt var fyrirhuguðum virkjunum í Þjórsá. Hefði vilja vera þar til þess að mótmæla.Ég er sérstaklega á móti Núpsvirkjun. Ég hef farið þarna svo oft um bæði sem ferðamaður og leitarmaður og hef hrifist af þessu landslagi, tel þetta einhvern fallegasta stað við Þjórsá og hreinn glæpur, hvorki meira né minna, að setja þarna niður jökullón.

Ég skal játa að ég hugsaði þetta ekki til enda fyrir 3-5 árum þegar þessar virkjanir urðu svona óbeinn valkostur við við það að virkja uppfrá  við brún friðlandsins í Þjórsárverum.  Ég varð einnig var við það að margir vinir mínir í uppsveitum voru ekki svo andhverfir þessum ráðagerðum af því að allir menn þurfa vinnu og viðurværi. Þeir eru yfirleitt andsnúnir nú. Hluti af skýringunni er sú að lífskjör hafa batnað ímynda ég mér.

 

Skelfing eiga Framsóknarmenn bágt.. 3,9% sýnir síðasta könnun og fylgið verður á bilinu 9-11% í kosningunum í vor. Ég spái Sjálfstæðisflokknum 37-38%. Samfylkingunni 26-27% og Vinstri grænum18-19%.  Það skilur eftir 7-8% handa Frjálslyndum.  Síðan mynda Samfylking, Vinstri grænir og Framsókn nýja ríkisstjórn umndir forsæti Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þetta er borðleggjandi.

 

Frjálslyndir hafa hamast á stjórnvöldum fyrir það að hafa leyft frjálsa för launafólks og vinstri grænir hafa tekið undir það.  Að mínum dómi var þetta mikið heillaspor.  Við slógum starfsmannaleigurnar út af borðinu og verkamenn frá löndum Evrópu eru nú ekki eins háðir atvinnurekendum og áður. Fólk getur nú komið og farið á eigin forsendum. Leitað að nýrri vinnu missi það þessa o.s.frv. Að vísu þarf fólk utan Evrópska Efnahagssvæðisins enn að búa við þessi ósköp og það kemur þannig út er mér sagt að fólk utan EES fær yfirleitt ekki atvinnuleyfi og er hætt að koma.  Þetta er skaði.  Þeim fækkar sem koma hingað frá Asíu og Afríku t.a.m. og það gerir íslenskskt samfélag einsleitara en vera þyrfti.  Íslenskt samfélag hefur ekkert nema gott af fjölbreyttu mannlífi – það má ekki reka Ísland eins og einhverja einangrunarstöð.

 

Og þessi vaðall um tungumálið og innflytjendur hefur á sér eyjabragð.  Fólk lærir tungumálið þegar það þarf á því að halda...ef ekki fyrsta kynslóð þá önnur. Reynsla annarra er sú að fullorðið fólk lærir mál hins nýja lands lítið eða alls ekki.  Þetta kemur með barnafólkinu og ég tala nú ekki um: þetta kemur með börnunum blessuðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Get nú alls ekki séð heila brú í því að eftir stórt fylgistap Framsóknar hlaupi
hún í fangið á Ingibjörgu Sólrúnu og Vinstri-grænum.  Þá væri klárlega verið
að fara úr öskunni í eldinn.

Vonandi á Framsókn eftir að hressast og koma þokkanlega út úr komandi
kosningum þannig að núverandi ríkisstjórn haldi velli. Hugsa til þess með
skelfingu ef afturhaldsöflin hjá VG og ESB-árátta krata komist til áhrifa
í landsstjórninni.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.2.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Lýður Pálsson

Mér líst vel á þessa fyrirhuguðu ríkisstjórn þína Baldur.  Framsóknarmenn hafa yfirleitt komist vel undan vinstristjórnum, sbr.  kosningarnar 1974 og 1980.

Lýður Pálsson, 12.2.2007 kl. 12:17

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ég er sammála Lýði...og mér þykja reyndar flestir kostir betri í væntanlegri ríkisstjórn en framhald af þeirri sem nú starfar...úff

Vinstri stjórn er málið

Sigþrúður Harðardóttir, 12.2.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband