Þriðja skýrslan um Ísland frá ECRI

  • Þriðja skýrsla ECRI (hefur verið kölluð Evrópunefndin gegn kynþáttamisrétti)var birt í morgun á vef ECRI og íslenskum blaðamönnum sent a.m.k. eintak af formálanum. Íslenskum stjórnvöldum bent á margt það sem betur mætti fara varðandi varðandi hugsanlegt misrétti gagnvart minnihlutahópum og hælisleitendum og þau hvött til þess að bæta lagaumhverfi og standa betur vaktina í þessum efnum. sem vel er gert.

 

Þessi skýrsla  er undirrituðum vel kunn vegna þess að hann er í ECRI og vinnur að samskonar skýrslugerð fyrir önnur ríki.

 

Meðal þess sem gagnrýnt er : ECRI gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki skrifað upp á viðauka nr. 12 við Evrópusáttmálann um mannréttindi en viðaukinn kveður á um algert bann við kynþáttamisrétti. Þessi gagnrýni er mjög ákveðin. 

  • ECRI hvetur íslensk stjórnvöld til þess að setja löggjöf gegn misrétti sem nái til allra þátta lífs í samfélagi og gera þolendum auðvelt um vik að sækja rétt sinn.
  • Þá eru einnig taldir upp aðrir sáttmálar varðandi réttindi minnihlutahópa og farandverkamanna sem Ísland hefur ekki skrifað uppá en ætti að hafa gert að dómi ECRI.
  • Þá mælir ECRI sterklega með því að sett verði upp embætti umboðsmann sem taki á kynþáttafordómum og  kynþáttamisrétti.
  • ECRI hvetur mjög ákveðið til þess að tryggt verði að félagasamtök sem vinna að framgangi mannréttinda þ.m.t. útrýmingu kynþáttafordóma fái fjármagnstuðning með þeim hætti að sjálfstæði þeirra og virkni sé tryggð.
  • ECRI hvetur til þess að meiri áhersla verði lögð á mannréttindi í skólakerfinu með áherslu á jafnræði og virðingu fyrir fjölbreytni að leiðarljósi.
  • Því er stungið að íslenskum stjórnvöldum að þau geri lagaumhverfi skýrara varðandi mótttöku á kvótaflóttamönnum.
  • Því er beint til ríkisstjórnarinnar að hún athugi það hvers vegna svo fáir flóttamenn hljóti hæli hér og menn beðnir að skoða allt það ferli m.a. áfrýjunarferlið.
  • Settar verði skýrar reglur um rétt barna þeirra sem sækja um hæli til skólagöngu
  • Bætt verði úr tungumálakennslu barna sen hafa íslensku sem annað tungumál
  • Skoðaðar verði ástæður þess að börn af erlendum uppruna falli fyrr úr skóla en önnur börn
  • Þess verði gætt að börn sem ekki vilja sækja tíma í Kristinni siðfræði og trúarbragðafræðum fái skýran valkost í skólum.
  • Varað er við múslimafóíu sem hafi skotið upp kollinum
  • Stjórnvöld eru hvött til þess að gæta réttar kvenna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi.
  • Varað er við gyðungaandúð
  • Því beint til fjölmiðla að þeir grandskoði það að þeir með fréttum sínum stuðli ekki að andrúmslofti sem sé óvinsamlegt í garð minnihlutahópa.
  • Sá háttur er gagnrýndur að atvinnuleyfi skuli fara beint til atvinnurekanda (á núna við þá sem eru utan EES svæðis)en ekki til manneskjunnar sjálfrar.
  • Hvatt er til íslenskukennslu en jafnframt til þess að þeir sem ekki hafi náð valdi á málinu eigi rétt  á túlkaþjónustu á viðeigandi stöðum.
  • Að innflytjendur fái notið menntunar sinnar.
  • Gætt sé virðingar fyrir fjölskyldulífi þeirra sem ekki eru íslenskir ríkisborgarar.  Í þeim efnum er 24urra ára reglan gagnrýnd.
  • Stjórnvöld hvött til þess að koma sér upp langtíma innflytjendastefnu þar sem lagt sé upp með gagnkvæma aðlögun.

 

Mörgu er hrósað t.d. Innflytjendaráði og látin í ljósi sú ósk að það hljóti brautargengi.  Þá er starfsemi Alþjóðahúss og Fjölmenningarseturs á Ísafirði hrósað.

ECRI (European Commission against racism and Intolerance) er 46 manna sérfræðinganefnd, einn frá hverju landi Evrópuráðsins, með aðsetur í Strassborg.  Aðalvinna nefndarinnar liggur í því að gera skýrslur um ástand mála hvað varðar kynþáttafordóma og kynþáttamisrétti í löndum Evrópuráðsins.  Þetta er þriðja skýrslan um Ísland.  Nokkuð hefur færst í vöxt að aðildaríki fara fram á að fá viðauka hegndar við skýrslurnar með athugasemdum. Íslensk stjórnvöld kusu að gera það ekki og eiga hrós skilið.  Miklu nær er að skoða þessa ábendingar og reyna að fara eftir þeim.  Þær eiga býsna mikinn rétt á sér því að glöggt er Gests augað.

ECRI er gagnrýnið á köflum og það liggur í eðli þess. Starfsnefndin er sett á stofn af aðildarríkjum Evrópuráðsins í þeim tilgangi að vinna gegn kynþáttafordómum og kynþáttamsisrétti í Evrópu en ekki til þess að klappa fyrir ríkisstjórnum þó að þess sé einnig gætt að hrósa því

Skýrslan var tilbúin af hálfu ECRI 30. júní 2006 en síðan hefur átt sér stað samráðsferli við stjórnvöld íslensk í þvi skyni að leiðrétta staðreyndavillur.

Skýrsluna má finna á vefslóð ECRI. http://www.coe.int/t/E/human_rights/ecri/  Hún er bara gefin út á ensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband