Af vísitasíu

Ég er að bíða eftir Sigurði Sigurðarsyni vígslubiskupi í Skálholtsstifti en hann kemur til mín á eftir í svokallað vísitasíu(ferð).  Hann fer með mér á allar kirkjurnar sem ég ber kenningarlega ábyrgð á þ.e.a.s. Hjallakirkju í Ölfusi, Þorlákskirkju í Þorlákshöfn og Strandarkirkju í Selvogi.

Á hverjum stað hittum við kirkjuverði og þó einkum sóknarnefndir sem upplýsa vígslubiskup um það helsta sem hefur bæst við búnað kirknanna síðan 2001 en þá kom Karl Sigurbjörnsson biskup í vísitasíu og um þá ferð var rituð heilmikil greinargerð svo sem venja er.  Þá spyr hann væntanlega sóknarnefndirnar um það hvernig starfið gangi í sókninni, spyr sennilega út í kirkjusókn og aðra háttu kirkjukórastarf og slíkt og samskipti manna í millum.  Þá á ég von á því að hann skotri augum út í kirkjugarða til að sannfærast um að þar sé snyrtilega og vel um garða gengið.

Þessi vísitasía vígslubiskups leggst vel í mig –hún fer fram án alls tildurs og höfðingjaláta.  Þetta er svona skyndiúttekt má segja á starfi kirkjunnar. Mjög þarft og nauðsynlegt og mætti kannski taka starf okkar út skipulegar og oftar. Prestsstarfið er einyrkjastarf og auðvelt er að reka af leið. Rétt er þó að geta þess að stundum fara prófastar um garða en sagt hefur verið að þeir séu augu og eyru biskups svona líkt og dúfur eða hrafnar.

Konan mín elskuleg frú Svafa Sigurðardóttir sem er dýralæknir, spurði mig í hádeginu hvort ég væri ekki svolítið stressaður en ég það alls ekki. Svona er maður öruggur með sig eða kemur rósemdin bara þegar maður er orðinn það gamall að maður heldur sig hafa reynt allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Þú hefur vonandi ekki sagt honum að sunnudagaskólakennarinn, sem btw er frænka konunnar hans, hafi skrópað í tveimur síðustu kennslustundum. Það er ekki gott til afspurnar  En téður sunnudagaskólakennari hyggst nú bæta ráð sitt og kenna afspyrnu vel til vors.

Sigþrúður Harðardóttir, 18.2.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband