Við ættum að sameinast undir merkjum páfans í Róm
20.2.2007 | 19:16
The Times skýrir frá því að Anglikanska kirkjan annarsvegar og Kaþólska kirkjan hins vegar séu áleiðinni að sameinast þannegin að páfinn verði talsmaður beggja kirknanna. Hert er á fréttinni með því að segja frá því að Anglíkanska kirkjan sé á barmi klofnings vegna þess að einn angi hennar eða eigum viða ð tala um systurkirkju hennar Episcopal kirkjan í Bandaríkjunum vígir (ekki bara konur) heldur einnig samkynhneigða til biskupsembætta. Er nú mörgum trúamanninum sem hefur bundið trúss sitt við það að þetta megi ekki nóg boðið. Er talið að erkibiskupinn af Kantaraborg Rowan Williamsson hafi eingöngu tímabundið tekist að forðast klofning milli kirkjudeildanna með því að setjast á frjálslyndari arminn sem hann er þó alinn af. Í því skyni að halda kirkjunni saman hefur hann hneigst heldur til íhaldssemi svo sem þeirrar að vilja ekki samkynhneigða biskupa.
Þessi sameining sem The Times talar um er í raun og veru ferli sem hefur staðið í 40 ár og heitir Growing together in Unity and Mission sem gæti útleggst Vöxum saman í einingu og boðun. Sameiningunni undir merkjum páfa er sem sagt ekki neitað af kirkjunum en vísað þess í stað í þetta ferli.
Það er athyglisvert fyrir okkur að Anglikanska kirkjan (Biskupakirkjan í Bretlandi) er í Porvoo kirknasambandinu m.a. með íslensku þjóðkirkjunni. Porvvo samkomulagið er sanstarf 15 kirkna á norðurslóðum þ.m.t. allra þjóðkirknanna á Norðulöndum nema Dana. Ekki man ég orðrétt einkunnarorð þessa samkomulags en hugmyndin og útleggingin er sú að kirkjurnar vaxi saman í einingu og boðun í Porvoo á sér sem sagt stað samþættingarferli t.d. geta nú íslenskir prestar starfað innan allra Porvoo kirknaanna þ.m.t. Anglikönsku kirkjunnar.
Ef Anglikanska kirkjan getur vaxið svo nærri kaþólsku kirkjunni að raunhæft sé að tala um sameiningu undir forsæti páfa má segja að hið sama ætti að gilda um allar Porvoo kirjurnar. Þær kirkjur í heild sinni eða hver um sig ættu auðveldlega að geta sameinast undir forsæti páfans í Róm. Það er kominn tími til að þessum 500 ára gamla klofningi sem Lúther gamli hratt óviljandi af stað hann vildi siðbót innan kirkjunnar- ljúki og kristnir menn fari að starfa sameinaðir undir einu merki.
Kirkjan er líkami Krists. Sá líkami á ekki að vera klofinn og sundurtættur. Siðbótarmenn klufu sig út þegar siðbót þeirra var hafnað. Hún hafði samt sín áhrif. Siðbótin hefur fyrir löngu átt sér stað inna Kaþólsku kirkjunnar. Það er kominn tími til að hætta þessum klofningi. Við kristnir menn eigum að sameinast undir merkjum páfans í Róm það er eini valkosturinn. Besta leiðin. Gerum þetta sjálf í íslensku þjóðkirkjunni eða tölum fyrir því innan Porvoo að kirkjurnar fimmtán fylgi Anglikönsku kirkjunni í faðm Kaþólsku kirkjunnar. Öll rök hníga að því að þetta sé skynsamlegt og rétt, bæði praktísk rök og guðfræðileg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er mjög fréttnæmt, að þú leggir þetta til, sem fram kemur í fyrirsögn þinni og nánar í greininni, séra Baldur; það er heldur ekki laust við að vera þungvægt, þegar þú segir þar að auki: "Siðbótin hefur fyrir löngu átt sér stað innan kaþólsku kirkjunnar. Það er kominn tími til að hætta þessum klofningi." Undir það tek ég, kirkjan á að vera ein, og svo sannarlega mæli ég ekki gegn tillögu þinni.
Jón Valur Jensson, 21.2.2007 kl. 00:46
Það var merkilegt að fá þessar fréttir frá Englandi. Enn merkilegra þykir mér að lesa skrif þín um þetta mál sr. Baldur. Ég er þó að velta fyrir mér ákveðnum tæknilegum atriðum, sérlega þeim er lúta að kenningarlegum efnum, t.a.m. um fóstureyðingar, kynhneigð og sakramentin og hvernig þú telur það geta gerst að Rómversk-kaþólska kirkjan myndi taka okkur undir sinn verndarvæng, nú tæpum 500 árum eftir að lútherskir stóðu fyrir aftöku á síðasta kaþólska biskupi Norðurlanda?
Með kveðju,
Stefán Einar
stud.theol.
Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 21:44
Ég var að blogga um þetta mál, Baldur minn, og vísa þar grimmt til þín og þíns ágæta viðtals við Egil Helgason í gær. Með kærri kveðju,
Jón Valur Jensson, 5.3.2007 kl. 02:18
Sæll og blessaður. Húmorinn þinn hefur alltaf verið nokkuð góður. Ég bloggaði á minn síðu um málið. Slóðin er:
http://ornbardur.annall.is/
og pistillinn ber yfirskriftina, Hótel mamma.
Örn Bárður Jónsson (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.