Sandfok

Ók eftir endilangri suðurströndinni í dag í frábæru veðri, sól skein í heiði, froststilla: landið var fagurt og frítt/og fannhvítir jöklanna tindar/himinn heiður og blár/hafið var skínandi bjart.  Sannarlega fallegur og minnistæður dagur.

Eitt skyggði þó á:  Y/fir gjörvöllu eldmessuhrauni jóns Steingrímssonar sá vart til sólar fyrir mold eða sandroki.  Við lokuðum fyrir miðstöðina og reyndum að anda sem minnst.

Ferðafélagi minn taldi að rokið væru úr farvegi Skaftár sem kemur eins og viðvitum undan vestanverðum Vatnajökli og rennur til sjávar um ægifagurt landslag Skáftátungunnar síðan meðfram byggðinni á Klaustri og til sjávar þar austanvert. 

Þannig er því varið, hélt ferðafélaginn áfram að það varð hlaup í Skaftá um sláturtíð í haust og oft áður. Þá ber hún blessunin sand í bakka sína og þegar sjatnar í henni verður sá sandur eftir og fýkur með vindi eins og þú sérð og finnur.  Það tók okkur tíu mínútur að aka gegnum meginökkinn.

Þannig verður þetta á Fljótsdalshéraði klikkti hann út með. Þegar lækkar í lóninu við Kárahnjúka fjúka sandflákar miklu meiri en hér. Byrgja sól og fylla vit.

Það er vit í þessu!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband