Srebrenica

Það var þannig, ekki satt að Friðargæsluliðar SÞ höfðu afvopnað múslima
í Srebrenica, þeir höfðu skilað inn vopnum sínum gegn því að njóta
verndar Friðargæslunnar. Friðargæslumennirnir horfðu síðn upp á það frá
hæðunum fyrir ofan bæinn hvernig Serbarnir fóru hús úr húsi og skutu
karlmenn, fullorðna og drengi, með köldu blóði, á dyratröppunum, þegar
upp var staðið alls átta þúsund manns.   Foringi friðargæslunnar
reyndi að fá heimild til þess að skerast í leikinn en yfirmenn þeirra
voru á fundum. Þeir héldu að sér höndum. Þetta er einhver skelfilegasti
atburðuurinn í sögu stríðsins á Balkansskaga.  Ég hef komið
þarna.  Sorgin yfir byggðinni hangir í minningunni og einnig allir
krossarnir út um allt í héraðinu sem segja má að sé einn kirkjugarður.
mbl.is Fjöldamorðin í Srebrenica dæmd þjóðarmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband