Á slóðum Mandela og Dali Lama

Var kynnir á minningartónleikum um Svandísi Þulu í gær.  Þetta voru ágætis tónleikar. Svandís Þula lést eins og kunnugt er af afleiðingum bílslyss, aðsins fimm ára og er það auðvitað þyngra en tárum taki.  Þetta voru langir tónleikar en fólk, sem fjölmennti, skemmti sér hið besta. Ég hreifst af hljómsveitunum Touch og Tilþrifum, frábærar rokkhljómsveitir. Leone og hans fólk sem flutti lagið Þulu gerði það einnig gott og þetta ágæta lag hljómar innan í mér. Strákarnir í Æði eru efnilegir, strákar héðan (Þorlákshöfn), þá var leikskólakórinn auðvitað góður og mér fannst lúðrasveitin frábær, það er Robert Darling, sá mikli mússíkkant og persóna sem stjórnar henni og hefur gert frá því í árdaga.

Minningartónleikarnir heppnuðust vel og ég út af  fyrir sig dáðist að foreldrunum og skyldmennunum. Þau stóðu sig vel. Með þessum hætti getum við hjálpast við að byggja upp góða minningu um lítið barn. Ég vona að tónleikarnir hafi virkað í þá áttina og styrkt foreldra og skyldmenni og vini.

 

Svo mætti ég í íþróttahúsið, með hattinn minn og það var eins og  áður: Þór vann.  Gerist ekki oft.  Þór í Þorlákshöfn hefur aðeins unnið fjórum sinnum í vetur, þrisvar hef ég mætt með hattinn og leikurinn snerist okkur í vil(bý í Þorlákshöfn). Ég veit ekki hvað gerðist í fjórða sinnið. Ég veit bara að þegar við töpuðum fyrir Fjölni mætti ég með grænu húfuna mína. Leikurinn snerist okkur í óhag.  Ég hélt þá að þetta snerist um að vera með höfuðfat.  Nú veit ég að þetta snýst um hattinn.

 

Ofboðslega eiga menn eins og Björn Bjarnason (og þúsundir aðrir) gott að þurfa ekki að hugsa.  Þurfa bara að verja málstað með kjafti og klóm.  Liggur alltaf fyrir hvað þeir muni kjósa.  No matter what....  Ég hef aldrei getað verið svona.  Þó hef ég kosið Framsókn svona oftast.  Sérstaklega ef ég er sjálfur í framboði.  Nú er ég í miklum vanda.  Eitt er þó víst.  Ég ætla ekki að kjósa Vinstri græna.  Málflutningur þeirra á flokksþinginu sá fyrir því.  Þetta er authoritarian flokkur.  Hann vill ráða yfir mönnum.  Ráða hvað er okkur fyrir bestu. En hvað þá:  Hvað kjósa skal? Ég tók prófið sem Björn Ingi Hrafnsson bauð upp á á heimasíðu sinni. Hver röndóttur.  Ég er vinstrisinnaður frjálshyggjumaður.  Left-Libertarian. Samkvæmt höfundum prófsins er ég á sömu slóðum í pólitíkinni og Nelson Mandela og Dali Lama forstjóri trúarhreyfingar Tíbetmanna. Ég er út af fyrir sig hreykinn af því. Það voru fáir á þessum slóðum samkvæmt grafinu sem ég sá.  Flestir voru meira til hægri og meira authoritarian þ.e.a.s. stjórnlyndari en ég,  þ.á.m. forystumenn jafnaðarmanna í heiminum.  Hvað á ég sem sagt að gera. Ég er vinstri maður sem vill halda afskiptum ríkisins og stjórnvalda í lágmarki. Ég ætla að pæla meira í þessu þó síðar verði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Þórsarar mættu vitna í Stuðmannamyndina "Með allt á hreinu", þar sem Dúddi segir: "Sé ég með hattinn kemst ég örugglega í stuð!" Nú verður Baldur að mæta með hattinn á síðasta heimaleikinn, og vonandi mæta bara sem flestir með hatt...

Já, þetta voru fínir tónleikar í gær...

GK, 27.2.2007 kl. 14:01

2 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Þarna hittir þú naglann á höfuðið með VG. Er pláss fyrir eina stútungs kellingu að norðan með ykkur félögunum M og D L??

Sigríður Gunnarsdóttir, 27.2.2007 kl. 22:18

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Sammála því að tónleikarnir voru fínir. Þér tókst vel upp í kynnishlutverkinu

Sammála því að þú ættir að mæta með hattinn á alla leiki hér eftir

Sammála því að þú ert með hjartað á réttum stað (vinstra megin) og ég get vel ráðlagt þér varðandi kosningarnar í vor

Gæti ég verið meira sammála!?

Sigþrúður Harðardóttir, 27.2.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband