Af Birni Inga og Jesú Kristi og fleirrum.
28.2.2007 | 11:54
Ég er enn í góðu skapi yfir því að vera í flokki með Nelson Mandela og Dali Lama skv. stjórnmálaprófi því sem Björn Ingi sonur Hrafns benti á. Ég er sem sagt vinstri-frjálshyggjumaður, left-libertian. Gaman væri að vita hvar sonur Hrafns er. Steingrímur Sigfússon er greinilega left- authoritarian, vinstri-stjórnlyndur sbr. netlögreglu, fyrirfram sé ákveðið að maður eigi að kjósa karl og konu o.s.frv. Ég hugsa að Jón Sigurðsson og Geir Haarde séu báðir svolítið hægri-frjálslyndir. Jón kynni þó að vera stjórnlyndari en Geir. Ingibjörg Sólrún er vinstri en hvort hún er frjálynd eða stjórnlynd treysti ég mér ekki til að skera úr um, sennilega þó frekar frjálslynd. Úr þessum hópi líkist hún sem sagt mest mér og Nelson Mandela. Til hamingju mað það Ingibjörg.
Verst er að frambjóðendur hér í Suður kjördæmi eru frekar stjórnlyndir. Nema ef vera skyldi Björgvin í Skarði, þó er ég ekki viss. Allir stjórnmálamenn hvar sem í flokki standa hneigjast til stjórnlyndis.
Ekki orð um þetta meir í dag en þakka kveðjur í athugasemdardálkinn.
Ég sé í fréttum að gröf Krists ásamt líkamsleifum hans sé fundin. Það væri áfall því að Kristur á að vera upprisinn. María Magdalena og sonur þeirra eiga að vera þarna líka, það væri annað áfall því að Kristur hefur alltaf verið hafinn upp fyrir líkamlega lyftingu. Frægt er tilsvar þýsks guðfræðings þegar nemandi hans bar honum þær frétt að bein Krists væru fundin: "Nú hann var þá til" var svarið. Þýskir voru þannig guðfræðingar að tilvist Krists var ekki lengur aðalatriðið. Það var þá. Nú er rétttrúnaðurinn sá að þetta hafi allt verið eins og guðspjöllin lýsa: meyfæðing, kraftaverk, upprisa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Byggist ekki trú manna á framhaldslíf á frásögn Biblíunnar á upprisu Krists? Ef forsenda fyrir upprisu Krists er sú að bein hans séu horfinn, hvað varð þá um þá sem hin ýmsu bein báru, sem eru af og til að finnast. Er ferð hins venjulega mann yfir móðuna miklu einhvernveginn öðruvísi en upprisa Krists. ,,Af moldu skaltu aftur upp rísa" sega prestarnir yfir gröfum manna.
http://blog.central.is/gummiste
Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.