Pétur Þórarinsson látinn
1.3.2007 | 18:47
Það varpar vissulega skugga á þennan dag að heyra lát sr. Péturs Þórarinssonar prests og prófasts. Hann lést í morgun og lát hans var tilkynnt á vef þjóðkirkjunnar í dag.
Allir vita að Pétur barðist við afleiðingar sykursýki fullorðinsár sín. Pétur var fæddur 1951 og var alltaf prestur fyrir norðan, nú síðast í Laufási og prófastur einnig.
Kynntist Pétri nú ekki mjög mikið, þó málkunnugur honum vel sennilega síðan ég var sumarbúðarstjóri ásamt með Svavari Alfreð Jónssyni á Vestmannsvatni þegar nokkur ár voru liðin af níunda áratugnum. Síðan vorum við auðvitað kollegar og prestar vita hver af öðrum.
Pétur Þórarinsson var afskaplega viðkunnalegur maður, bjó yfir miklum sjarma og var eftir því vinsæll meðal vina og kollega og síðast en ekki síst meðal sóknarbarna sinna. Hann var bæði alvörumaður og humoristi, trúmaður.
Pétur var hetja og ekki síður Inga konan hans.
Ég sendi Ingu konu hans og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.