Sjónvarpið sýnir börnum vanvirðingu!

Er heima, dóttir mín með hita, konan mín að vinna, ég er heima.  Átti að vera á fundi á Biskupsstofu í dag, að hanna Þjóðmálanefnd sem kirkjan ætlar að setja upp aftur.  Svona er það. Það var ekki mikill hiti, en maður dröslar ekki hálf veiku barni á leikskóla. Við Svanlaug Halla höfum rætt málin í dag.  Hún hefur sagt mér sitt hvað um sig sjálfa og ég hef sagt af sjálfum mér. Áðan vökvuðum við blómin saman.  Hún er sem sagt að hressast og ég held að ég þurfi ekki að fara með hana til læknis.  Rúnar er kominn heim úr leikskólanum.  Hann er að verða fimm ára.  Hún er að verða þriggja ára. Við erum búin að hlakka til í dag að horfa á ungu snillingana, the young Einsteins held ég það heiti á ástkæru ylhýru enskunni.  Ef einhver veit það ekki þá er það hér með upplýst að ungu snillingarnir eru besta barnaefni sem sýnt hefur verið í Sjónvarpinu árum saman. Þetta er frábær þáttur, dulbúin kennsla í klassískri mússík og svo vel gerður að börnin hrífast með.  Þátturinn er gegnumheill, ekkert nema gott í honum. Alltaf á dagskrá klukkan sex á föstudögum.  Það er rútína hjá okkur. Við búum til pizzu og horfum á ungu snillingana.

Í dag erum við vonsvikin.  Það er eitthvað íþróttamót í sjónvarpinu og það er valtrað yfir yngstu kynslóðina eins og ekkert sé. Það er ekki einu sinni tilkynning á skerminum þar sem beðist er afsökunar og tilkynnt hvenær ungu snillingarnir verði á dagskrá.  Mér finnst þetta hafi gerst oft áður.  Hvenær sem eitthvað íþróttamót er í gangi er farið inn á hefðbundinn tíma barnanna og þau aldrei spurð álits eða beðin afsökunar.

Hvernig væri að sjónvarpið fari að virða börn til jafns við fullorðna.  Hvort er nú þýðingarmeira að reynast börnum vel en einhverjum örfáum íþróttafíklum sem eru það langt leiddir að þeir eyða tíma sínum í að horfa á lngstökk þegar þeir eiga að vera að elda mat eða passa börnin sín og ekki einu sinni Íslendingar meðal þátttakenda.

Hvers konar hugarfar ræður eiginlega ríkjum í sjónvarpinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband