Um ofklofna kirkju

Jón Valur Jensson hefur verið svo vinsamlegur að vekja athygli á bloggfærslu minni hér neðar á síðunni um kaþólsku kirkjuna og lútersku og um leið viðtalinu við mig í Silfri Egils. Það er í raun og veru óþarfi að horfa á viðtalið því að Jón Valur rekur efni þess svo myndarlega á heimasíðu sinni og slóðina má finna hér til hliðar í hópi bloggvina.

Ástæður þess að ég tók þetta mál upp undir þeim formerkjum hvort við ættum ekki að sameinast undrir merkjum páfans í Róm er í raun og veru tvíþætt.

 

  1. Ég fór að lesa Efesusbréfið og sá starx að okkur kristnum mönnum ber að stefna að því að halda sem mest hópinn –vera eitt undir merkjum Krists.  Áður fyrri voru menn í samkirkjulegum viðræðum- slíkar viðræður virðast vera orðnar hálfgert sport nú til dags-málamyndarviðræður.  Frásögn af viðræðum Biskupakirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar hinnar almennu undir formerkjunum “growing together in unity and mission” hreyfðu við mér ekki síst þar sem við erum í samkirkjulegu starfi með Biskupakirkjunni.
  2. Í annan stað er það nokkuð augljóst að þjóðkirkjumódelið hér og í Skandinavíu á undir högg að sækja og endar með aðskilnaði. Þjóðkirkjan er þróttmikil og áköf en alltaf er efast um allt sem hún aðhefst utan kirkjudyra  Á áratug hefur sá hluti landsmanna sem tilheyrir henni dottið úr 92% í 82%.  Þessi hlutfallstala mun halda áfram að lækka þó ekki væri nema vegna síaukins fjölda innflytjenda sem flestir eru kaþólskir. Þó að það sé örugglega langt í það að kaþólikkar verði jafn margir og lútheranar mun draga saman með þessum trúflokkum. Mér finnst það eiginlega ábyrgðarhluti að láta það gerast að nýir og gamlir Íslendingar skiptist algjörlega eftir kaþólskum og lútherskum línum.  Að mínum dómi verður ekki aftur snúið með fjölmenningarsamfélagið né að þeim sem komi hingað verði snúið til lútherskrar trúar.

Þó að ég geri mér grein fyrir því að kenningar um félagsleg efni verði til þess að þessar kirkjur nái seint saman finnst mér það hlutverk hverrar kynslóðar að taka þetta mál upp með sameiningu sem lokamarkmið.  Telji menn það fáránlegt –telji þeir að kirkja Krists hér á jörðu sé endanlega klofin standa þeir frammi fyrir mörgum erfiðum spurningum eins og þeim hvort að sjálft Guðsríkið verði þá einnig klofið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, síra Baldur !

Ágæt hugmynd, með samruna kirkjudeildanna, en............. meðan klofningurinn frá 1054; milli Rómar og Konstantínópel er óútkljáður, finnst mér rétt, að fara hægar í sakir, um hríð, eða....... eru einhverjar viðræður í gangi, milli þeirra Benedikts XVI. páfa og Bartholomeusar I. patríarka ? Engu að síður, þörf umræða, sem þú kemur til framfæris, og gagnleg.

Má til, í leiðinni, að mótmæla harðlega viðhorfum þínum, hvað viðvíkur hinni hörmulegu fjölmenningarhyggju, ekkert sjálfgefið, að við; rótgrónir og íhaldssamir Íslendingar samþykkjum þegjandi hömlulaust innstreymi Múhameðskra, hingað út til Íslands, einhver skelfilegasta trú, hver þrífst á Heims kringlunni, nú um stundir. Arabar og margir nágranna þeirra hefðu betur haldið sig við hin fornu skurðgoð sín, miklu fremur; en að ánetjast grimmdar- og skemmdar kenningunni, frá Mekka og nærsveitum.

Með beztu kveðjum, úr Efra- Ölfusi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband