Gyðingaandúð

Ég les hjá Agli Helgasyni (Vísir.is –Silfur Egils) að Barak Obama sé búinn að beygja sig undir Gyðingalobbíið.  Kemur ekki á óvart.  Hann ætlar alla leið. Harpers magasín sem er vel skrifað tímarít á vinstri kantinum gerði úttekt á Obama í haust og sýndi fram á , ef ég hef hraðlesið greinina rétt, hvernig Obama hefur gætt þess að stíga ekki á tærnar á olíuauðhringunum og öðrum slíkum í atkvæðagreiðslum á þingi.  Það fara engir öfgamenn alla leið þarna (nema þá Georg Bush).  Trúlega er skást að líkja alvöru forsetaframbjóðendakandidat við stóran stjórnmálaflokk t.d. Sjálfstæðisflokk eða Samfylkingu á Íslandi.  Gengur út á málamiðlanir og jafnvægi og það að höfða til sem flestra. 

Egill heldur því fram að Gyðingalobbíið ráði miklu.  Þetta var einmitt altalað fyrr á öldum og leiddi til þess að almenningur hafði horn í síðu Gyðinga með hörmulegum afleiðingum.  Sama Gyðingaandúðin fer vaxandi einmitt vegna þess að sumir Gyðingar ráða miklu og vegna hernaðarstefnu Ísraelsstjórnar. Þessi andúð bitnar á gömlum konum í Amsterdam, þó að þær hafi aldrei komið til Ísrael og aldrei átt neitt og aldrei ráðið neinu.  Þetta er birtingarmynd racisma, þegar ráðist er að fólki með orðum eða afli vegna kynþáttar.  Slíkum tilfellum hefur fjölgað í Evrópu á síðustu misserum, ofbeldi gagnvart fólki af Gyðingaættum  og spellvirkjum á grafreitum þeirra .

Ég vona að Ísleningaandúð vaxi ekki með auknum áhrifum Björgúlfanna en það gæti gerst og bitnað á mér alsaklausum (by the same token).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

Gyðingahatur vex hratt allsstaðar og endar örugglega með svipuðu og á 4 áratugnum með þessu áframhaldi

Ólafur fannberg, 11.3.2007 kl. 09:30

2 Smámynd: Rúnarsdóttir

Við skulum nú vona að þú sleppir tiltölulega heill á sál og líkama frá velgengni Feðganna á erlendri grundu Baldur minn kær. Sjáumst í haust!

Rúnarsdóttir, 14.3.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband