Gegn kynþáttamisrétti
21.3.2007 | 08:57
Í dag 21. mars er alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti. Dagurinn er í miðri alþjóðaviku gegn kynþáttamisrétti sem hefur staðið frá 17. mars og lýkur 25. mars. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi daginn í minningu 69 mótmælenda sem myrtir voru 21. mars 1960 er þeir mótmæltu aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku. Evrópuvikan miðar að því að uppræta mismunun, fordóma og þjóðernishyggju í álfunni og stuðla þannig að umburðarlyndu Evrópusamfélagi þar sem allir eru jafnir, óháð útliti og uppruna. Rétt er að vekja athygli á prýðilegri grein Toshiki Toma um fordóma í Mbl. í dag. Hann fjallar um dulda fordóma og hvetur alla Íslendinga til þess að taka höndum saman og hafna duldum fordómum.
ECRI (European Commission against Racism and Intolerance) gefur í dag út meðmæli sín til Evrópuríkja hvernig berjast megi gegn kynþáttafordómum og misrétti í gergnum skólakerfið. Þar er lögð áhersla á (1) að allir krakkar fái góða menntun, að (2) barist sé gegn hvers kyns birtingarmyndar kynþáttamisréttis í skólum og að (3) kennurum sé kennt að vinna í fjölmenningarlegu umhverfi. Meðmælin í heild má sjá á slóðinni http://www.coe.int/t/e/human_rights/ecri/1-ECRI/3-General_themes/1-Policy_Recommendations/Recommendation_N10/1-Recommendation_10.asp#TopOfPage
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:03 | Facebook
Athugasemdir
Sæll, síra Baldur !
Þurfum við nokkuð, að velkjast í vafa............ guli kynstofninn virðist vera mun skarpari; að öllum eðliskostum; en hinir hvítu og svörtu. Hvenær fáum við að sjá, t.d. hin ýmsu vélmenni og alls lags þarfaþing önnur verða til, í löndum okkar hvítra, eða þá þeirra svörtu ? Aldrei, aldrei síra Baldur.
Auðvitað hafa hvítir og svartir margt til brunns að bera, engu að síður.
Vildi bara koma þessu að. Einhver ódöngun í þér, að svara plaggi mínu, frá því á dögunum. Rætist vonandi úr.
Með beztu kveðjum, úr Efra- Ölfusi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.