Björn Sigurðsson
26.3.2007 | 20:07
Björn Sigurðsson fyrrum lögreglumaður er fínn maður og vel innréttaður, með ríka réttlætiskennd.. Menn skyldu hafa það í huga að kynferðisafbrot gegn börnum voru alls ekki á dagskrá fyrir aldarfjórðungi og alls ekki hægt að lá mönnum fyrir það í dag þó þeir hafi ekki trúað sínum eigin eyrum þegar slíkt bar á góma. Það hættulegasta sem menn gera fortíðinni er að lesa inn í hana nútímaviðhorf og nútímavitneskju og hreykja sér svo á kostnað þeirra sem eldri eru eða þá genginna kynslóða.
Annars var þetta nærgætnislegt og vitiborið viðtal Helga Seljan við Björn Sigurðsson og ég er að vitna til viðtals í Kastljósi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Aumasta afsökun sem ég hef heyrt. Svipuð og um Íraksstríðið miðað við upplýsingar sem lágu fyrir........... og svo framvegis. Þú ættir að skammast þín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2007 kl. 20:21
Komið þið sæl !
Hægan, hægan, hægan frú Ásthildur; finnst ekki við hæfi, að beina þeim orðum, til síra Baldurs, sem þú gerir í niðurlagi orðsendingar þinnar. Ólst sjálfur upp við, að sýna ætti klerklærðum mönnum þá virðingu, sem þeim bæri.
Held, að þú misskiljir orð síra Baldurs, ég fæ hvergi séð, í skrifum hans, að hann sé að réttlæta þann óhugnað, sem hann fjallar um, á nokkurn máta.
Hitt er svo annað mál, að þjóðfélag okkar er orðið mjög mengað, af alls lags niðurbroti gamalla og góðra þjóðlegra gilda. Það mun verða okkur, hér á Vesturlöndum dýrkeypt, að hinar ágætu stjórnmálastefnur; kommúnismi og fasismi hafa, um hríð a.m.k. þurft að láta undan síga, fyrir hinum grimmúðlega og skefjalausa kapítalisma, hver mun ganga af þjóðríki okkar, sem annarra dauðu, takist ei að spyrna við fæti, hygg frú Ásthildur, að okkar helzta verkefni sé að ná til baka ýmsum þeim fyrirtækjum og stofnunum, hverjar með réttu tilheyra ríkinu, úr höndum gróða- og sérgæðisafla þeirra, hver mest vaða uppi, meðal okkar og gefa landslýð langt nef. Einnig þurfum við, að slökkva á þeirri alþjóðahyggju, sem ýmsir; jafnt hrekkjóttir og lævísir, sem og hrekklausir menn hvetja til, að þjóðin undirgangizt. Þarf varla að taka fram, núverandi stjórnarflokkar (1995- ?) bera stórkostlega ábyrgð á, hvernig komið er, uppgangur gróðahyggju og síngirni, niðurslag gilda gamla Íslands.
Með beztu kveðjum, úr Efra- Ölfusi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 21:29
alveg finnst mér nú lagi að tala við presta líkt og við annað fólk en ég sé ekki alveg fyrir hvað séra baldur á að skammast sín í þessu, nema fólki sé ætlað að skammast sín fyrir skoðanir sínar. og skoðunin sem baldur á hér að skammast sín fyrir að mati ásthildar er nú skoðun sem ég held að full ástæða er til að gefa talsverðan gaum enda sett fram af hæversku og án öfga. en kannski er það sem klerkurinn á að skammast sín fyrir - fyrir að taka ekki undir með mestu öfgunum...
Bjarni Harðarson, 26.3.2007 kl. 21:48
Mér finnst Bjarni nálgast þessa harkalegu gagnrýni Ásthildar með mildum hætti, því þessi gagnrýni er afar harkaleg að mér finnst, miðað við tilefnið. Sá sjálfur viðtalið við Björn og fannst hann heiðarlegur að láta hafa sig í þetta viðtal, sem fyrir mér virkar eins og hann sjái þetta í öðru ljósi í dag, enda annar tíðarandi og mundi örugglega haga hlutum öðruvísi í dag, held að hann sé ekki ánægður með hvernig hann kláraði málið.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2007 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.