Pendúllinn sveiflast
27.3.2007 | 21:37
Nú auglýsa allir svipað. Menn auglýsa af krafti fyrirs vona 32 miljónir hver flokkur, svindla svolítið allir og það sem gerist er að fylgið jafnast þeir stóru verða minni þeir litlu stærri. Sérstaklega hagnast Framsóknarflokkurinn því á þeim bæ hafa menn reynslu af því að auglýsa sig upp og gera það vel. Flokkurinn getur einnig endalaust auglýst afrek ríkisstjórnarinnar. Hætt er við að Vinstri grænir fari illa út úr auglýsingastríðinu. Auglýsingar eru kapitalískt markaðsfyrirbæri sem þeir koma til með að fóta sig illa á. Og Frjálslyndir. Mér er það hulin ráðgáta hvað þeir eigi að auglýsa? Útlæendingafóbíu sína? Ég vorkenni Kristni H. Gunnarssyni að hafa lent þarna.
Um svipað leyti og menn ná þessum samningi sem er hagstæður Framsókn og ekkert óhagstæður Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu er eins og áttin sé að snúast. Með tilkomu Íslandshreyfingarinnar er eins og fólk hafi fengið of vænan skammt af umhverfismálaáherslum. Pendúllinn er að sveiflast í þá áttina að fólk vill vinnu og velsæld. Það læðist niður eftir hrygglengjunni sú tilfinning að það sé ekki nóg að búa í fallegu lítt snertu landi en hafa ekki pening til að skreppa til útlanda. Það mátti daðra við að kjósa Vinstri Græna en þegar Íslandshreyfingin bætist við með enn strangari verndurnarkröfur renna tvær grímur og þrjár á marga. Er þetta óhætt? Er ekki vissara að virkja eitthvað og byggja eitthvað? Kannski er það bara best að kjósa gömlu góðu stjórnarflokkana. Engin efast um vilja þeirra til þess að virkja sem mestan auð í þessu samfélagi með öllum ráðum, þó þeir þurfi að vaða álið upp í mitti og kannski yrði Reykjanesfólkvangurinn enn fallegi ef hægt yrði að ganga meðfram bláum og grænum pípum og raflínur eru á leiðinni í jörð og stöðuvötn eru falleg þó manngerð séu!?
Í fullri alvöru: Stjórnarandstaðan toppaði of snemma og stjórnin, táknmynd öryggis og velferðar sígur fram úr og fær 34 þingmenn. Hvað sjálfan mig snertir þá koma aðeins þeir flokkar til greina sem lýsa því yfir að þeir muni ekki fara í stjórn með Frjálslynda flokknum. Það fer óskaplega í taugarnar á mér hvað þeir tala með sundurgreinandi hætti um íslendinga og útlendinga. Það sést hreinlega að mér óþægileg tilfinning þegar ég heyri suma talsmenn þeirra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það sem mig langar að vita er: Hafa kosningaauglýsingar áhrif? Ef já, á hversu stóran hóp kjósenda og hvernig er sá hópur samansettur m.t.t. aldurs, kyns og menntunar? Ég segi fyrir mitt leyti að það mættu allir flokkar auglýsa þar til frambjóðendur þeirra verða fjólubláir í framan, það myndi ekki breyta neinu fyrir mig og mínar skoðanir. Kosningaauglýsingar valda mér kjánahrolli og ég reyni að fletta yfir þær/skipta af þeim eins og mér frekast er unnt. Er aktúelt til hópur fólks sem drekkur þær í sig og myndar sér skoðun byggt á því sem þar kemur fram? Getur það verið?
Rúnarsdóttir, 29.3.2007 kl. 12:16
Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta, að auglýsingar fyrir kosningar hafa áhrif, einhver áhrif og þá held ég helst á unga fólkið sem ekki er með mjög fastnjörvaðar skoðanir. Svo eru hinir sem mannsmorð mundi ekki hreyfa við hvað þá dómur fyrir hnupl eða eitthvað álíka........
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.3.2007 kl. 13:48
Áhrif (plitískra) auglýsinga kunna að vera nokkuð flókin en ég held að það sé ofar öllum vafa að þær hafa áhrif. það sýna allar kannanir og menn væru ekki að þessu annars.
Baldur Kristjánsson, 29.3.2007 kl. 14:25
Passaðu þig bara Rúnarsdóttir! Kannski væri rétt hjá þér að fara á fjall meðan á þessu stendur svo að þú verður nú örugglega ekki fyrir áhrifum....
Baldur Kristjánsson, 29.3.2007 kl. 14:28
Trúðu mér Séra minn, fátt myndi hugnast mér betur ... og það er ekki til sú auglýsing í heiminum sem fengi mig ofan af því að skila auðu 12. maí
Rúnarsdóttir, 2.4.2007 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.