Smá rispa um pólitískar auglýsingar

Spurt er í athugasemdardálki á bloggsíðu minni hvort að pólitískar auglýsingar hafi áhrif þ.e. hvort þær breyti kosningahegðun. Víst er að þær breyta varla kosningahegðun þeirra sem eru ákveðnir í því hvað þeir ætla að kjósa en geysilega margir eru óákveðnir og/eða ekki flokksfastir og þær hafa örugglega áhrif á þá. Áhrif auglýsinga læðast að manni.  Það er ekki þannig að fólk segi við sjálft sig eftir að hafa horft á auglýsingu: Aha þessa ætla ég að kjósa! En þær auka jákvæðni manns í garð einhverra og/eða neikvæðni.  Án þess að nokkur hugsi það verður hún/hann jákvæðari um sumt en neikvæðari um annað allt eftir því á hvað horft er og líka eftir því hvernig auglýsendum tekst upp.  Þess vegna fullyrði ég að ef stór flokkur og lítill flokkur auglýsa jafn mikið og gefum okkur að málstaður þeirra sé nokkuð sambærilegur og fagfólkið sem kemur að gerð auglýsingarinnar einnig, þá ætti fylgið að jafnast.  Litlu flokkarnir græða því á samkomulaginu sem gert var um daginn. Stóru flokkunum er í raun meinað að neita aflsmunar.  Litli Jón fær jafn stóra mynd af sér og stóri Geir og stóri Steingrímur bæði í sjónvarpi og blöðum. (Nú mætti segja sem svo að líklegt sé að stóri flokkurinn hafi betri málstað af því að fleirri hafi hænst að honum.  Ég efast hins vegar um að svo sé og mun gera grein fyrir því síðar)

Pólitískt þras og pólitísk keppni laðar marga að sér.  Þar á meðal þann sem hér skrifar. Auðvitað ætti maður að vera að skrifa um innihald stjórnmála til dæmis um misrétti milli manna vegna uppruna, trúarbragða eða kyns.  Auðvitað ætti maður að skrifa um þau ósköp að Ísland skuli ekki sækja um aðild að EB o.s.frv. o.s.frv., en það kemur.  Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því hvar maður stendur. Sitja ekki bara andspænis auglýsingum eins og frosinn kjúklingur eða dáleidd hæna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Góóóður.....þetta er laukrétt, held ég.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.3.2007 kl. 19:29

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu í alvöru búinn að þurrka út síðuna um Jón Magnússon ásamt öllum innleggjum gestanna þar? Varstu þá með því að viðurkenna uppgjöf? Var ekki betra að gera það opinskátt á þeirri síðu -- og leyfa hinni lýðræðislegu umræðu að sýna sinn styrk?

Jón Valur Jensson, 4.4.2007 kl. 19:37

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eru fordóma-rokkarnir þagnaðir, eða framlengdist síestan?

Jón Valur Jensson, 4.4.2007 kl. 23:20

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og svo viltu í alvöru, að Ísland gangi í EB!!! Æ, hvað þið SF-menn þurfið að vera steyptir í sama mót.

Jón Valur Jensson, 4.4.2007 kl. 23:23

5 Smámynd: Rúnarsdóttir

Takk fyrir þetta Baldur minn. Munum svo að dáleiddar hænur eru líka fólk

Rúnarsdóttir, 5.4.2007 kl. 21:10

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

..og frosnir kjúklingar líka....B.kv.

Baldur Kristjánsson, 6.4.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband