Er fæddur Racistaflokkur?
1.4.2007 | 20:27
Við sitjum uppi með vandamál sem hrjáir margar aðrar þjóðir. Við höfum eignast stjórnmálaflokk sem reynir að gera út á ótta við innflytjendur. Við erum að eignast Racistaflokk. Það er svo sannarlega ástæða til að hafa áhyggjur af því en einhvern veginn slær það mig þannig að þessi Frjálslyndi flokkur hafi ekki erindi sem erfiði. Og ég vona svo sannarlega að aðrir flokkar lýsi því yfir að samstarf við hann komi ekki til greina og bíð eftir því.
Þó að dæmin séu nýmörg þá tekur auglýsingin í Fréttablaðinu í dag af allan vafa að þessi frjálslyndi flokkur eins og hann kallar sig reynir að afla atkvæða með því að ala á ótta við hóp fólks, innflytjendur og auka þannig sundrungu og illvilja í samfélaginu. Eiginlega allir aðrir en þjóðernissinnaðir öfgaflokkar eru sammála um það að nálgast eigi mál er snúa að innflytjendum með allt öðrum hætti og alls ekki með þeim hætti að alið geti á andúð í garð þjóðfélagshópa í þessu tilfelli innflytjendum. það er einmitt málflutningur eins og þessi málflutningur Frjálslynda flokksins sem er fordæmdur af öllum helstu stjórnmálaöflum í Evrópu og öðrum helstu félagsöflum, verkalýðsfélögum og atvinnurekandum. þessi málflutningur sem við höfum orðiuð vitni að á sér helst skjól í öfgasinnuðum þjóðernishyggjuflokkum og aðrir starfa ekki með þeim og það er að fjara undan þessum flokkum í Evrópu og vonandi vatnar ekki undir Frjálslynda flokkinn hér, eftir þetta. þetta eru hábölvuð tíðindi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.4.2007 kl. 16:27 | Facebook
Athugasemdir
Mikið skelfing er ég sammála þér. Þessi staðreynd gerir það að verkum að mér rennur kallt vatn milli skinns og hörunds.
Takk fyrir pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2007 kl. 20:33
Þakka þér pistilinn og er mjög sammála.
Þetta lítur út fyrir að vera plan B sem flokkurinn grípur til eftir að hafa séð niðurstöður síðustu kannanna.
Mér finnst þetta næstum broslegt um leið og sorglegt í ljósi þess hvert formaður flokksins sækir sitt fylgi, þ.e.a.s til Vestfjarða, en þar er 4. hver vinnandi maður innflytjandi og það ágæta fólk heldur fjórðungnum í byggð
Jóhannes Einarsson, 1.4.2007 kl. 20:47
Aumur er lesskilningur þinn prestur, taktu leppinn frá blinda auganu og vittu til þú munt öðlast nýja sýn á það sem þú lest. Það sem er verið að auglýsa er umhyggja bæði fyrir Íslendinga og innflytjendur, það sjá allir sem vilja, sem ekki eru rasistar. Það er ljóst að þeir sem lesa rasisma út úr þessari auglýsingu er rasismar sjálfir og eru að reyna að skýla sér á bak við aðra með upphrópunum, eða eins og máltækið segir margur heldur mig sig.
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir, 1.4.2007 kl. 20:50
Sæll Baldur. ég held að við verðum að hugsa þetta sem lélegt aprílgabb!! Er það ekki? Eða verðum við að bíða þar til á morgun! Mér finnst þetta skelfileg þróun. Ég sé reyndar engan lepp á þér, eins og Brynja Hlíf bendir á. Kannski dökk sólgleraugu, en það er ekki rasismaháttur að segja skoðun sína á þessu Brynja Hlíf.
Sveinn Hjörtur , 1.4.2007 kl. 20:56
Ágæti Baldur. Þú spyrð "Er fæddur Racistaflokkur?" Síðan segir þú við erum að eignast racistaflokk. Nafngift þessa kennir þú við Frjálslynda flokkinn.
Ætlast verður til þess af hámenntuðum manni eins og þér sem auk þess gegnir ákveðnum trúnaðarstöðum á vegum ríkisstjórnarinnar að þú farir rétt með hugtök sér í lagi í máli sem þessu. Nefndu það Baldur hvar þú finnur dæmi um racisma t.d. í mínum skrifum eða það sem kemur frá Frjálslynda flokknum. Staðreyndin er sú að þú finnur það ekki. Það verður að ætlast til þess af manni í þinni stöðu að þú hafir það sem sannara reynist.
Við Frjálslynd höfum aldrei amast við fólki af erlendu þjóðerni þannig að það er hvorki xenophobia eða racismi sem hægt er að halda fram að flokkurinn standi fyrir. Við höfum þvert á móti bent á að réttindi útlendinga væri iðulega ekki virt og krafist þess að íslensk stjórnvöld gættu þess og hlutuðust til um það að allir sem hér væru nytu fullra mannréttinda.
Það er eitt að vilja stemma stigu við óheftum innflutningi til landsins. Vilja hafa stjórn á því hvað og hvernig hlutir þróast með tilliti til hagsmuna fólksins í landinu eða fljóta sofandi að feigaðrósi. Satt best að segja Baldur þá hefði ég ekki sinnt um að gera athugasemd við þessa blokkfærslu þína nema einmitt vegna þess að ég hef það mikið álit á þér að ég ætlast til þess að þú ræðir þessi mál af fullri skynsemi. Við verðum með fund í kosningamiðstöð okkar að Skeifunni 7 Reykjavík á þriðjudagskvöldið kl. 20 þar sem ég verð annar frummælenda. Ég bið þig endilega um að koma og taka þátt í umræðum og meta það í framhaldi af þeim umræðum sem fara fram hvort að um racisma eða xenophobiu er að ræða í málflutningi mínum eða annarra talsmanna Frjálslyndra. Teljir þú svo vera eftir að hafa fylgst með því sem ég hef að segja þá endilega bloggaðu um það, skrifaðu greinar og gerðu athugsemdir sem víðast.
Með vinsemd og virðingu.
Jón Magnússon, 1.4.2007 kl. 20:57
Hrakleg eru skrif Framsóknarklerksins í Þorlákshöfn og nú verður gaman að sjá hvaða bitling hann hyggst fá að launum frá húsbændum sínum fyrir ritverkin.
Það eru stór orð og miklar ásakanir sem settar eru fram úr penna prestsins. Sé hann svona sannfærður um rasistaboðskap Frjálslynda flokksins þá ætti hann að leggja fram kæru eða standa sem ómerkingur orða sinna ella.
Magnús Þór Hafsteinsson, 1.4.2007 kl. 21:03
Sá yðar sem sindlaus er kasti fyrsta steininum . Það að dæma heilan flokk fólks eins og þú gerir er ekkert annað en Racistmi. Séra Baldur, stefna Frjálslynda Flokksins í innflytjenda málum er ekki ástæðan fyrir stuðninngi mínum við hann, enn mér fynst sjálfsagt að ræða öll mál á opinskáan og heiðarlegan hátt.
Georg Eiður Arnarson, 1.4.2007 kl. 21:11
Hverslags athugasemdir eru það að halda því fram að einhver sé rasisti ef sá hinn sami segir annan vera rasista? Það er auðvitað þannig kæri kollegi að þegar maður skrifar um mál sem þessi á blogginu sínu, þá fær maður því miður ekki alltaf gáfuleg komment. En góður pistill hjá þér og það er satt og rétt að við þurfum að taka málflutning Frjálslyndra alvarlega því mér virðist þeir sá fræjum ótta í garð útlendinga með því t.d. að nefna sjúkdóma og glæpi í sömu andrá.
Guðmundur Örn Jónsson, 1.4.2007 kl. 22:31
Er ekki tjáningafrelsi í þessu landi??
Getur verið að prestar gangi ekki á GUÐVEGUM lengur???
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 1.4.2007 kl. 22:45
Þarfur pistill. Jón Magnússon og bananabræður (verð bara að vera smá óþekkur) eru að ala á útlendingahatri með þessum hræðsluáróðri. Þeir fullyrða annað en gera sér ekki grein fyrir afleiðingum orða sinna. Miðað við ummæli Magnúsar hér að ofan er hann sennilega ekki mjög skaplítill og yfirvegaður. Svona skrifa bara reiðir kallar. Reiðir kallar og reiðar konur er ekki treystandi til að stjórna landinu MÍNU.
Ekki veit ég hvar Jón og Magnús reiði ætla að finna duglega Íslendinga til að vinna í staðin fyrir Pólverjana. Ekki nenna þeir tveir að skúra og strauja skyrtur. Varla ætlast þeir til að gamalt fólk og örykjar stundi lýjandi illa borgaða erfiðisvinnu?
Björn Heiðdal, 1.4.2007 kl. 23:58
Sæll, síra Baldur og aðrir skrifarar !
Það er hin mesta hneisa, að fá ei svör við fyrirspurnum þeim, þá ég beindi til þín, hér á dögunum.
Og annað....... hvað rekur þig til þeirra skrifa, hér á síðu þinni, í garð þess ágæta flokks, hverjum fyrir standa; m.a., þeir Jón Magnússon og Magnús Þór Hafsteinsson ? Og þriðja...... eigið þið, sálusorgarar Þjóðkirkju okkar, að skattyrðast við vel meinandi og þjóðholla menn ? Og fjórða....... hví skrifar þú ei; um hina raunverulegu þjóðar lastandi og illa innrættu boðbera kapítalismans, hverjir haldið hafa hér um stjórnartauma, frá 1991/5 - ?, og eiga stóran þátt í hvar komið er okkar þjóð, og virðist, sem þú, ásamt allmörgum annarra samlanda okkar, kjósið; að líta undan, þá hin óþægilegri viðfangsefni blasa við, í raunveruleikanum ? Og fimmta........ síra Baldur ! til ögn meiri glöggvunar;; þjóðernishyggja er eitt, kynþáttahyggja (rascismi) er annað, svo alveg liggi ljóst fyrir. Og sjötta..... er það glæpur, að fylgja ekki ofsa og brjálæðisgangi kapítalízkrar hugmyndafræði, að málum, heldur leggja rækt við þjóðararfinn, hverjum forfeður okkar komu áfram, til núlifandi kynslóða; og okkur ber að koma áfram, til komandi kynslóða ?
Ég æski svara þinna, síra Baldur, við þessum einföldu fyrirspurnum mínum, treysti á drenglyndi þitt; og sæmd alla.
Með beztu kveðjum, úr ofanverðum Ölfushreppi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 00:41
Ekki ætla ég að verja Baldur hér, en kemst ekki hjá því að sjá þessa ,,árás” Frjálslynda flokksins. Já, ég segi árás því ef grannt er skoðað er þetta skipulagt hjá þeim.
Skoðum málið nánar;
Jón Magnússon, 1.4.2007 kl. 20:57. Hér birtist athugasemd Jóns Magnússonar
Magnús Þór Hafsteinsson, 1.4.2007 kl. 21:03. Hér birtist Magnús Þór með sína athugasemd, aðeins 5 mínútum síðar.
Og þetta heldur áfram.
Georg Eiður Arnarson, 1.4.2007 kl. 21:11. Georg Eiður er formaður bæjarmálafélags Frjálslynda flokksins í Vestmannaeyjum og skrifar 8 mínútum síðar en Magnús Þór.
Stuttu síðar kemur annar aðili frá Frjálslynda flokknum, Guðrún Þóra Hjaltadóttir næringarráðgjafi og kennari.
Er þetta tilviljun eða hvað?
Sveinn Hjörtur , 2.4.2007 kl. 08:50
Athyglisverð athugasemd hér að ofan.
Næst kemur sennilega plan C
Tippa á að það felist í því að færa til dagatölin og klukkurnar í tölvum flokksforystunar til að "árásirnar" verði trúverðugri sem tilviljun.
Jóhannes Einarsson, 2.4.2007 kl. 09:10
Ég verð nú að segja eins og er Baldur, að ég hef ekki séð neitt koma frá Frjálslyndum sem kalla á þessi ofsafengnu viðbrögð frá Framsókn og það er allavega ljóst að þetta fjaðrafok og rasistatal er ekki að draga neina hausa til baka. Held einfaldlega að fólk sé að sjá þetta almennt og kannski sérstaklega Frjálslyndir, með einhverjum öðrum augum en Framsókn, eins og fleira.......
Ég er líka nokkuð viss um að þeir eru ekki með nein plön B eða C eða neitt annað við þessu bloggi en mér finnst sjálfgefið að þú, af því að þú hefur á þessu þekkingu og skoðun, ættir að taka þessu boði JM um ráðstefnuna og kannski ættu fleiri sem vilja vita allt um málið að kynna sér hvað er í þessum pakka, þú getur þá kannski komið einhverju viti í umræðuna....?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.4.2007 kl. 12:21
Það er sóun á tíma og orku ykkar að halda að Frjálslyndi flokkurinn sé með skipulag A;B og jafnvel C. Ekkert skipulag í gangi.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 2.4.2007 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.