Eru framsóknarmenn betri en aðrir?

Undanfarið hef ég gagnrýnt stefnu Frjálslynda flokksins í málefnum er varða fólk er flytur hingað til landsins til þess að lifa hér og vinna og allt gott um það.  Ég hef fengið málefnaleg viðbrögð m.a. frá Jóni Magnússyni, Sveini Hirti, Pétri Björgvin, Ragnari Bjarnasyni, Jóni Val, Birni Heiðdal, Jóhannesi Einarssyni, Jenný Önnu og fleirum en óttalegt skítkast frá ýmsum öðrum.  Þetta kemur ekkert á óvart – skoði maður aðrar bloggsíður þá er það sama uppá teningnum þar.  Eitt kemur mér samt á óvart.  Í stað þess að rökræða eða segja eitthvað skynsamlegt æpa sumir framsóknarmaður, framsóknarmaður eins og þar sé komin skýring á afstöðu minni og eins og ég sé þá ómarktækur orðinn. Auðvitað er þetta góður vitnisburður fyrir Framsóknarflokkinn og kannski er það svo að bestu vini innflytjenda sé að finna í þeim flokki. Þar er margt um fólk sem vinnur vel að þessum málefnum og verður seint sakað um útlendingaandúð.  Ég veit samt um marga slíka í Sjálfstæðisfokknum og Samfylkingin er ef ég veit rétt eini flokkurinn íslenski sem hefur undirritað yfirlýsingu Evrópuráðsins um að ekki skuli liðið annað en þjóðfélag laust við kynþáttafordóma og mismunun milli fólks á grundvelli uppruna, litarháttar eða trúar. Kannski ættu Frjálslyndir að undirrita þessa yfirlýsingu og reka þannig af sér slyðruorðið!?  Vinstri grænir hafa svolitla tilhneigingu til einangrunarstefnu. Þeir hafa viljað nýta fresti til að loka landamærum Íslands á þeim grundvelli að það þurfi að undirbúa hlutina betur. Ég þori alveg að segja þetta um Vinstri græna því að þeir koma ekki inn á heimasíðu mína með skítkast heldur málefnaleg rök, komi þeir á annað borð. Hluti af verkalýðshreyfingunni í Evrópu hefur þessa skoðun og undirliggjandi er ótti við umframboð á vinnuafli sem atvinnurekendur muni nýta sér. Að mínum dómni er svarið ekki það að loka landamærum(tímabundið) heldur það að efla verkalýðshreyfinguna og þau úrræði sem hún hefur til að tryggja lágmarkslaun. (Atli Gíslason telur að frestina eigi að nota til þess að byggja upp úrræði, ég tel að menn geri það ekki í reynd nema í slagnum miðjum).

Svo mættum við huga að því að þeir sem koma til landsins til þess að setjast hér að til lengri eða skemmri tíma eru flestir frá öðrum ríkjum Evrópu. Með tilkomu opinna landamæra í Evrópu hefur ,,þörfin” fyrir fólk frá Asíu og Afríku minnkað.  Það fólk kemst ekki til landsins nema að hafa atvinnuleyfi fyrirfram bundið tilteknum atvinnurekenda (sem er mjög vafasamt) og lítið er um það vegna opinna landamæra innan Evrópu. Þetta er umhugsunarefni.  Íslensk þjóð gæti orðið einsleitari fyrir bragðið –óneitanlega hafa sterkustu menningarstraumarnir komið hingað frá Asíu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

http://hva.blog.is/blog/hva/entry/165819/

Gat ekki á mér setið þegar ég sá þetta í morgun......

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.4.2007 kl. 12:31

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/164660/

Hvað hefurðu um þessar spekúlasjónir að segja félagi.....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.4.2007 kl. 22:24

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

prufa

Baldur Kristjánsson, 4.4.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband