Í Þorlákskirkju stendur nú yfir sýning sem er upprunninn frá sænska trúboðinu. Fengu listamenn víðsvegar í heiminum það verkefni að mála þjáningu Krists. Skemmtilegt er að sjá hvað þeir tjá sig með ólíkum hætti og hvað menning setur sterkan svip á hugmyndir og lífsviðhorf. Myndirnar eru mjög ólíkar. Sumar sýna Krist á krossinum. Aðrar Krist mitt í þjáningu ógæfumanna stórborgarinnar og allt þar á milli. Þetta er sannkölluð fjölmenningarsýning. Þó Kristur sé einn og erindið eitt er hann hvergi hinn sami. Og manneskjurnar mismunandi þó að hjörtun slái eins í Súdan og Grímsnesinu.
Jón Magnússon hefur svarað mér nokkuð ítarlega á í athugarsemdardálkum. Við erum auðvitað töluvert sammála (og ég leyfi mér að visa í athugasemd hans nr. 25 og 26 við grein mína svar til Jóns Magnússonar en ég tel bæði þá athugasemd og grein mína hina þörfustu lesningu). Ég kæri mig ekkert frekar en Jón um öfgahópa hingað til landsins, né heldur einstaklinga sem hafa að ráði annan mannskilning en ég þ.e.a.s. að líf manns sé öllu öðru dýrmætara og að koma beri fram af virðingu við alla menn. Þeir múslimar sem ég þekki hafa þennan mannskilning og nær allir kristnir menn sem ég þekki. Mér er einnig tjáð að langsamlega flestir múslimar í heiminum séu það sem við köllum ágætisfólk. Þér Jón gengur örugglega gott eitt til að benda á hættur en ég er feginn því að þú vilt ekki að menn séu spurðir við landamærahliðið hvaða trú þeir aðhyllist og ekki heldur þegar þeir sækja um dvalarleyfi eða þá ríkisborgararétt. Slíkt held ég að samrýmist hvorki kristnum mannskilningi eða vestrænni mannréttindahefð. Ég held að besta leiðin til þess að sporna gegn því að hér myndist öfgahópar af einhverju tæi sé að sjá til þess að allir þegnar þessa lands sitji við sama borð í menntunarlegu og atvinnulegu tilliti það sé með öðrum orðum ekkert misrétti í gangi en slíkt misrétti er fljótlega upp á borðinu ef menn eru alltaf að mála skrattann á vegginn. Svo þakka ég þér fyrir skoðanaskiptin, þú verður að fyrirgefa þó ég komist ekki á fundi, ég fer ekki á stjórnmálafundi af neinu tagi lengur.
Rasismi þýðir ekki bara kynþáttahatur heldur einnig kynþáttafordóma og rasisti getur verið sá sem ýtir undir slíkt. Þetta eru algeng hugtök í stjórnmálaumræðu Evrópu. Það er dagljóst af mínum málflutningi að ég óttaðist að málflutningur FF ýtti undir slíkt og í því samhengi að mér þætti málflutningur hans minna mig á flokka sem hafa fengið rasistastimpilinn úti í Evrópu og eru hættir að bera hann af sér. Þetta ættu menn að geta rætt án þess að fara á límingunum og það getur Jón Magnússon en ég verð að segja eins og er að mér finnst það ógnvænlegt hvað margir reiðir og orðljótir og að því er virðist meinfýsnir einstaklingar sem tengjast Frjálslynda flokknum eða taka málstað hans hafa hreitt í mig á heimasíðunni minni og í símtölum. Það er kannski vegna þess að varaformaðurinn gengur á undan með fordæmi sínu. Sá ágæti maður mætti stilla skap sitt og setja sér þá reglu að ráðast ekki persónulega á þá einstaklinga sem hann er ekki sammála. Við þurfum að gera ákveðnar kröfur til varaformanna flokka þeir gætu orðið ráðherrar: dómsmálaráðherrar, utanríkisráðherrar.
Gleðilega upprisuhátíð!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er kannski Frjálsly ndi Flokkurinn klofinn vegna skapvonsku varaformanns
Eyrbekk (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 18:09
Mér finnst nú nokkuð langt gengið ef menn og/eða konur í Frjálslynda flokknum eru farin að hringja í þig til að skamma þig fyrir að vera ekki sammála þeim. Óskaplega er þetta sorglegt.
Rúnarsdóttir, 9.4.2007 kl. 22:46
Rugl er þetta í þér klerkur. Gott er þó að greinilegt er að ég kom við kvikuna á þér þegar ég skrifaði hér inn um daginn - enda áttir þú það skilið eftir dæmalaus ummæli þín sem voru mjög særandi sökum þess hvaða embætti þú gegnir sem prestur Þjóðkirkjunnar. Það er nefnilega þannig að mér þykir mjög vænt um Þjóðkirkjuna og ber fyrir henni mikla virðingu. Prestar þjóðkirkjunnar eiga að vanda málfar sitt í garð umbjóðenda sinna sem fólkið í landinu og þú fórst gersamlega yfir strikið þegar þú sakaðir þúsundir þeirra sem styðja Frjálslynda flokkinn um að vera rasistar af því að þetta fólk hefur aðrar skoðanir en þú. Mér sýnist þú gefa í skyn að ég hafi hringt í þig. Það hefur mér aldrei dottið í hug að gera.
Magnús Þór Hafsteinsson, 12.4.2007 kl. 13:00
Lestu Jóhann Björnsson, Hjört fyrrum félaga þinn, Sveina Andra lögmann sem er einna harðorðastur í ykkar garð o.fl. o.fl. og eyddu púðri þínu á stórfiskana. Það er lítill munur á málflutningi ykkar í innflytjendamálum og flokka sem hafa rasista stimpil út í Evrópu. Ég er ekkert að ráðast að fylgismönnum FF þó ég segi þetta. það er billegur útúrsnúningur. Vertekki að læðast um athugasemdadálka netheima með nastí athugasemdir sem þú heldur að svíði undan. Ég hef séð þig nokkuð víða undanfarið í svoleiðis leik. Lestu svo grein Jóhanns Björnssonar í Mbl i dag þrisvar og haltu þig svo að kvótamálum. Þar ertu ágætur.
Baldur Kristjánsson, 12.4.2007 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.