Um Úkraínu
10.4.2007 | 18:11
Það er ekki mikið hægt að skrifa um kosningarnar á Íslandi í bili svo að ég ætla að taka smá rispu um Úkraínu. Fyrst smá ,,country profile. Heimild fréttavefur BBC
( I ) Í Úkraínu er meðalaldur karlmanna 65 ár en kvenfólks 75 ára, ekki veit ég hvernig stendur á þessum mun en hann er athyglisverður. Í Úkraínu búa tæpar 50 miljónir manna. Höfuðborgin heitir Kiev. Landið er 603,700 ferkílómetrar. Aðaltrúarbrögðin eru kristindómur, orthodoxía og grísk kaþólska, Ukraínska er hið opinbera tungumál en rússneska er næst útbreiddasta málið. Myntin heitir hryvnya og 1 hryvnya er 100 kopiykas. Úkraínumenn flytja einkum út hernaðartæki, málma, rör, vélar t.d. dráttarvélar, olíuvörur, vefnaðarvörur og landbúnaðarvörur, is-ið þeirra er ua og símakódinn +380.
Úkraína fékk sjálfstæði þegar Sovétríkin féllu árið 1991. Vestur Úkraína hefur mikil söguleg tengsl við Evrópu, sérstaklega Pólland. Forseti Úkraínu heitir Viktor Yushchenko. Hann hefur rofið þing og boðað til kosninga í maí. Forsætisráðherrann hefur andmælt þessu harðlega. Hann heitir Viktor Yanukovych. Þeir standa fyrir sitt hvorn valdahópinn. Forsetinn horfir í vestur, forsætisráðherrann í austur. Hann hefur þó stutt það að Úkraína sæki um aðild að Efnahagsbandalaginu og Atlantshafsbandalaginu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.