Merkingarlaust þras......

Þá er ég kominn heimn frá Úkraínu en allir skynsamir menn nema tveir gátu séð það á síðustu færslu minni að þar var ég staddur. Satt að segja verð ég fyrir vonbrigðum með pólitíkina hér lesandi blöðin svífandi heim frá Kiev í gær í gegnum London.  Það er eins og ekkert hafi gerst undanfarna viku. Orðræðan eins og ég hef séð hana á netinu og í Morgunblaðinu er merkingarlaust þras um smáatriði, vitrænar umræður um grundvallaratrið virðast ekki ná sér á strik, hvorki um velferðarsamfélagið, um atvinnumál, náttúruvernd, evrópumál, stríðsrekstur okkar né neitt annað það sem kalla má grundvallandi.  Það er helst að rætt sé um stíl og flokksforningjar biðla til fólks um að koma heim og einn spakur maður talar um að betra sé að gefa eftir um grundvallaratriði en að skipta um flokk. Menn blása belginn sinn fullan út út af vegum eins og venjulega og samgöngumiðstöð og Framsóknarflokkurinn reynir að sverja af sér þjóðlendumál því að hann er eftir allt saman eini flokkurinn sem tapar verulega á því að löndin eru tekin frá kjósendum hans og færð yfir í almenningseignina.... Þegar ég er að skrifa þetta  rennur yfir sjónvarpsskjáinn  talmynd af Jóni Sigurðssyni  formanni og ég verð að segja eins og er að hann  er traustvekjandi .........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hefur ekki verið mynd af einhverjum öðrum Jóni Sigurðssyni á skjánum, þeir eru svo margir og sumir traustvekjandi.... 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.4.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband