78 km. maðurinn
30.4.2007 | 14:12
Eins og margir af lesendum þessarar síðu vita var ég á Prestastefnu á Húsavík í síðustu viku og ók heim til mín síðdegis á fimmtudag. Bíllinn minn heitir Skodi og er Oktavía og er díselbíll og skutbíll, ægifagur. Ég sá mikið af svona bílum út í Úkraínu. Þar, eins og hér, eiga embættimenn Skoda, ríku kallarnir lúxusjeppa, liðið á svo allskonar bíla. Þar: bíla frá austantjaldslöndunum, hér: bíla frá Japan.
Ég var í svo góðu jafnvægi eftir stefnuna að ég ákvað að hefja sparakstur. Stillti hraðann á 78 km. á klukkustund. Þegar ég kom á leiðarenda eftir 522 kílómetra og 7 klukkustundir og 10 mínútur á meðalhraða sem reyndist 73 kílómetar á klukkustund kom á daginn að bílinn minn hafði eytt 3,8 lítrum á hundraðið. Ég varð reyndar fyrir nokkrum vonbrigðum með niðurstöðuna. Þegar ég kom í Mosfellsbæinn hafði meðaleyðslan verið 3,7 l. á hundraðið og framanaf ferð var hún lengi í 3,6. Umferð og mótvindur sljákkaði aðeins í hagkvæmninni undir það síðasta.
Það fóru auðvitað hátt á annað hundrað bílar frammúr mér á leiðinni og ég reyndi að víkja vel. Ég sá að fólk horfði á mig með vorkunnsemi, það er eitthvað að hjá honum þessum. Ég var öðruvísi. Mestanpart voru þetta stórir jeppar sem fóru fram úr mér oft svo gustaði af. Ég þóttist kenna þar marga af kollegum mínum í prestastétt en ábyggilega hafa þarna líka verið smiðir og múarar og læknar og lögfræðingar og að sjálfsögðu bæði konur og karlar, samkynhneigðir sem gagnkynhneigðir, fúlmenni og ljúfmenni, sunnlendingar og norðlendingar, já flóran öll eins og hún lagði sig.
Ég hef svo sem alltaf verið í hópi framúrkeyrenda, en ekki lengur. Héðan í frá verð ég 78 kílómetra maðurinn. Kannski ætti ég að stofna samtök... Ég hlít að geta lagað mig til í þessu sem öðru.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ja, hvur skrambinn, 3,8 lítrar....
Sigþrúður Harðardóttir, 30.4.2007 kl. 14:48
Ég er nú hræddur um að stórvinur minn Jakob Unnar hefði sok EKKI viljað vera þarna með þér á ferð Baldur minn,ef marka má ummæli hanns frá því gær í rútuferðini.
Vignir Arnarson, 30.4.2007 kl. 16:08
Já þetta er snjallt! En það er spurning með gott nafn á samtökin - kannski bara samtökin 78
Ólafur Jóhann Borgþórsson, 1.5.2007 kl. 10:24
Nei, Gunnar, tékkaði mig af gegn því. Mælirinn á mínum sýnir 4 km. of mikið og sýndi 80-81 km. hraða. Reyndar ók ég á 76-77 km. hraða en notaði töluna 78 í táknrænum tilgangi eins og hinn afburðagreindi Ólafur Jóhann Borgþórsson kom auga á. Kv.
Baldur Kristjánsson, 1.5.2007 kl. 10:48
Takk fyrir hrósið, Baldur! En vonbrigðin leyna sér þó ekki þegar ég sé að þú hafir ekið enn hægar og þar með eyðilagt vonir um þetta fína nafn! Kannski getum við notað íslenska nafnið á sjónvarpsþættinum That's 70's show (eins og það var þýtt fyrst) "svona var það 77"
Ólafur Jóhann Borgþórsson, 1.5.2007 kl. 11:32
Baldur minn! Heldurðu að þú ættir ekki líka að skipta út hattinum og fá þér sixpensara. Ég hef grun um að þeir fáist prýðisgóðir í kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi.
Kveðja, SGT
Sigurður G. Tómasson, 1.5.2007 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.