Enn af Roma fólki....
8.5.2007 | 22:09
Það færist nú mjög í vöxt , einkum í ríkjum austur Evrópu, að glæpamenn neyði fólk til að betla og hirði af því það sem inn kemur. Dæmi eru um að börn allt niðrí þriggja ára gömul séu keypt til slíks.. Þetta er auðvitað einn af hátindum mannlegrar illsku. Rifjast upp þegar Roma fólk frá Rúmeníu sem hingað kom er sagt undir hælnum á glæpalýð sem neyði þá til að betla og hirði af þeim ágóðann. Spyrja má af því tilefni af hverju fólkinu var ekki leyft að vera hér á landi og þannig forðað frá glæpaklíkum? Þetta voru skilst manni listamenn á hljóðfæri, sjálfsagt hafa þeir getað sungið og dansað líka. Ekki hefði Akureyri versnað við það að fá einn eða tvo tugi slíkra listamanna til þess að lífga upp á miðbæinn en Akureyri er ansi dauflegur bær eins og raunar flestir bæir á landinu.
Annars er þetta mál sjálfsagt flókið og sjálfsagt hefur eyjarskeggjum gengið gott eitt til og hafa viljað vernda hvorn annan með því að senda fólk sem var því svo ólíkt um alla háttu í burtu og blankt í þokkabót....vonandi verðum við vel á verði í sumar þegar puttlalingarnir byrja að streyma til landsins.
Annars er hlutskipti Roma fólksins í Rúmeníu mjög bágborið. Þeir eru margir hverjir fátækir og lenda utan kerfis enda hafa þeir ferðast gegnum söguna með sínum hætti og falla illa inn í reglugerðaverk og ríkjaskipulag samtímans. Flestir Roma reyna það þó af fremsta megni en verða fyrir barðinu á fordómum og misrétti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við hafnfirðingar fengum að "njóta" einhvers sem átti að heita harmonikkuleikur frá ýmsum sígaunum fyrir utan Bónus, mættum við þá frekar fá hljóðfæraleik frá eldri borgurum og tónlistarnemendum Íslands sem að gætu þá drýgt vasapeningana í leiðinni. En á ekki þetta "dásamlega" evrópusamband að hugsa um Romafólkið?
Guðrún Sæmundsdóttir, 14.5.2007 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.