Kosningasjónvarp -loksins eitthvað af viti

Þátturinn á Stöð 2 þar sem þessar upplýsingar komu fram er einhver besti þáttur með stjórnmálaleiðtogum frá upphafi í íslensku sjónvarpi, hraður og skemmtilegur.  Það var helst að innskotið um auglýsingar væri of langt. Mér fannst allir standa sig vel, stjórnmálaleiðtogar á Íslandi nú um stundir eru lítt hikstandi eða stamandi, sjónvarpsöldin hefur fært okkur fólk sem fer vel í sjónvarpi tiltölulega smávaxið snoturt fólk með engin áberandi lýti og liðugan talanda. Það er helst að Jón Sigurðsson storki þessari ímynd með illa hirtu skeggi sínu og andlitskækjum. Þvert ofaní álitsgjafana fannst mér hann standa sig vel. Heldur sínum stöðugleika fram í (rauðan) dauðann og uppsker eða fellur með sæmd.

Mér fannst allir standa sig vel og hafa ábyggilega haldið snoturlega utan um sitt fylgi og sumir kannski halað inn fylgi af borði óákveðinna.  Ef þáttarstjórnendur voru ósanngjarnir við einhvern þá var það við Ómar Ragnarsson -það loðir við menn að hleypa ekki gömlum kollegum upp á dekk.  En sem sagt frábær þáttur -sterkur Egils svipur yfir honum.  Loksins-Loksins eitthvað af viti í kosningasjónvarpi.


mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: 0

Hjartað virðist nú reyndar dáið,

endilega kynntu þér málið á http://sognbuinn.blog.is

Guðmundur Þórarinsson. 

0, 9.5.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Hjartanlega sammála. Stórgóður þáttur og ég mun stilla á Stöð 2 á kosninganótt eftir þessa frammistöðu....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 9.5.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Baldur, þýðir nokkuð fyrir félagslega sinnaða Framsóknarmenn að berja höfðinu við steininn eða að synda á móti straumnum, var Ingibjörg ekki bara langbest?

                      Með kærri kveðju,

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.5.2007 kl. 23:37

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ingibjörg var góð -það finnst mér reyndar alltaf.  Kv.

Baldur Kristjánsson, 10.5.2007 kl. 06:59

5 identicon

Tek undir það með þér að mér finnst Jón Sigurðsson góður. Styrkur hans liggur ekki síst í því að vera örðuvísi. Álitsgjafarnir fannst mér spilla fyrir þættinum, bara lengja þátt sem var orðinn nógu langur fyrir. Tvær kannanir Capacent Gallup í röð benda til að Jón Sigurðsson sé að snúa nauðvörn í stórsókn þegar tíminn er að renna út. Kannski að Framsókn bjargi sér enn eina metrunum. Hef tjáð mig okkuð um þetta á mínum eigin heimavelli í gær og í dag.

gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband