Smá rispa um stjórnarmyndun
14.5.2007 | 15:28
Fyrir fjórum árum var ég talsmaður þess að Halldór Ásgrímsson yrði forsætisráðherra í stjórn með Samfylkingu og Vinstri grænum. Það hefði getað orðið tímamótastjórn og Framsókn haldið sínu og vel það. Forysta Framsóknar las ekki rétt í stöðuna. Halldór gerði flokkinn að kjölfestufjárfesti til hægri í stað þess að vera kjölfestan á miðjunni og starfa til skiptis til vinstri og hægri væng stjórnmálanna. Það var þá. Menn skynjuðu ekki tímanna. Flokkurinn hrundi eins og fyrirsjáanlegt var.
Nú eru aðrir tímar. Nú þýðir ekkert að vera með neinar vífillengjur. Vinstri stjórn er ekkert í spilunum. Sá tími er liðinn. Aðalgjáin liggur á milli Vinstri grænna og hinna. Það er biðröð í fangið á Sjálfstæðisflokknum og ef Framsókn losar faðmlagið verður önnur stelpa óðar komin í það. Og það faðmlag mun vara í 12 ár. Af hverju. Jú, líftími stjórna almennt séð á Íslandi og í Evrópu er að lengjast. Menn eru praktískari en áður, nota betri aðferðir í stjórnun, koma verkum sínum betur á framfæri. Heimurinn hefur breyst.
En mun Framsókn þá ekki hverfa? Nei, en ef hún hleypur úr stjórn munu menn fyrirlíta hana. Hún var rotuð verður sagt, henni var ýtt út af borðinu jarma menn hver upp í annann, hún er búin að vera segja menn glottandi. Aumingjagæska er ekki í tísku. Fólk almennt mun ekkert flykkjast að henni í stjórnarandstöðu. Nútíma lífið er of dýrmætt til að hanga þar. En haldi Framsókn áfram í stjórn munu menn frekar bera virðingu fyrir henni. Hún heldur áfram að hafa áhrif. Fólk mun bera virðingu fyrir hinni lunknu og lífseigu hreyfingu, ég tala nú ekki um ef flokkurinn týnir upp af akrinum fleiri menn á borð við Jón Sigurðsson, þá á hann, því aðalveikleiki flokksins nú, og ein af ástæðunum fyrir falli flokksins er skortur á hæfileikamönnum í fremstu víglínu, vel menntuðum, vel máli förnum hæfileikamönnum.
Hitt er annað. Það má halda því fram með fullum rökum að réttlæti sé í því að aðrir hópar fái að spreyta sig. Að allt þetta völdum rúna fólk í Samfylkingu eða Vinstri grænum komist til valda. Jafnvel má halda því fram að samfélagið yrði réttláta við það þó það yrði örugglega stirðara ef Vinstri grænir kæmust að. En það spyr enginn um réttlæti í þessum efnum. Menn eru ekki í pólitík til þess að afhenda öðrum völdin. Eða er það?
Steingrímur: Stjórnarmyndunarumboð liggur ekki á lausu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Facebook
Athugasemdir
Hann Baldur grínast aldrei með grafalvarlega hluti eins og þetta er..
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.5.2007 kl. 16:14
"En mun Framsókn þá ekki hverfa? Nei, en ef hún hleypur úr stjórn munu menn fyrirlíta hana. " Hárrétt hjá þér félagi. Og líka þetta: "Menn eru ekki í pólitík til þess að afhenda öðrum völdin." kv. Lýður.
Lýður Pálsson, 14.5.2007 kl. 23:59
Ég held ég muni það rétt að Framsóknarmenn sögðu sjálfir fyrir kosningar að það myndi ekki koma til greina að þeir færu í stjórn ef niðurstaðan yrði í samræmi við skoðanakannanir. Niðurstaðan varð í samræmi við skoðanakannanir, en samt ætla menn í stjórn. Já Framsókn er svo sannarlega opið í alla enda.
Guðmundur Örn Jónsson, 15.5.2007 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.