Fréttir af landsbyggðinni

Það er eitthvað notalegt við fréttir af landsbyggðinni. Meira að segja matráðskonurnar nafngreindar. En auðvitað þurftu Reykvíkingarnir að vinna. það var eftir öðru.  það gegnir reyndar svolítið öðru máli með fréttir af atvinnumálum á landsbyggðinni og þá sérstaklega af Vestfjörðum.  Hvernig getur almannavaldið látið það viðgangast að fólk sé svift atvinnu sinni og þar með eignum sínum líkt og er að gerast á Flateyri. Getur verið að menn eigi orðið erfitt með að setja sig í spor hvers annars. Adam Smith taldi að ekki þyrfti að setja upp velferðarkerfi af því að menn myndu alltaf getað upplifað sársauka og þjáningu hvors annars og því myndu þeir koma öðrum til hjálpar. Að einhverju leyti hafði hann rétt fyrir sér.  Flestir reisa við mann sem fellur á götu en lengra nær stuðningurinn yfirleitt ekki. Hvar er annars öryggisnetið fyrir fólkið á Flateyri?


mbl.is Hátt í 200 manns kepptu í bridge á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þarna mundi Baldur, ef allt væri eðlilegt og ef það væri ekki vitlaust gefið í þessari atvinnugrein, bara næsti maður taka við keflinu. Á Flateyri hljóta að vera kjöraðstæður til að reka svona fyrirtæki, gott sérhæft starfsfólk, gott húsnæði vel tækjum búið og síðast en ekki síst, stutt á gjöful fiskimið. En vandamálið er að það er búið að gefa þeim sem á kvótanum halda einkarétt á fiskvinnslunni í landinu og það er það sem er allt að drepa á Flateyri, Bakkafirði og víðar. Það er vitlaust gefið og það verður að gera í því ekki síðar en strax að slíta tengslin milli veiða og vinnslu þannig að allir landsmenn hafi aðgang að hráefni til vinnslu, svo fremi þeir séu að gera þá hluti í sínum rekstri að þeir geti keppt við aðra á jafnréttisgrundvelli.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.5.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband