Jón Sigurðsson
23.5.2007 | 09:18
Virkilega slæmt mál. Jón Sigurðsson kom inn í pólitíkina með nýja orðræðu sem var ekki bara vönduð heldur einnig fagmannleg, rökrétt og skynsamleg. Á skömmum tíma sannaði hann sig sem stjórnmálaleiðtogi en var því miður í forsvari fyrir hreyfingu sem andæfir gegn breyttum búháttum og er að daga uppi í þéttbýlinu suðvestanlands.
Jón Sigurðsson segir af sér formennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við skulum sjá hvernig núverandi valdhöfum tekst til áður en við förum að hugsa okkur til hreyfings!!
Baldur Kristjánsson, 23.5.2007 kl. 11:27
Get ekki látið hjá líða að lýsa yfir samþykki mínu þar sem vel er talað um Jón Sigurðsson. Mjög ómaklegt hvernig oft er talað um hann af ýmsum svokölluðum álitsgjöfum. Lauslátur telst ég víst í pólitík en kunni vel þeim nýja stíl sem Jón kom með inn í íslenska stjórnmálaumræðu. Sumir segja að Jón hefði átt að syngja með Ómari fyrir kosningar, þá hefði allt farið á annan veg. Vel má það vera. Með góðri kveðju af Nesinu. Sjáumst vonandi í Strandarkirkju í sumar, ef ekki fyrr. - Sjalom, gaj.
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 22:12
Heyrðu Baldur. Það væri nú flott að fá þig í framboð. Er ekki málið að fara undirbúa sig?
Sveinn Hjörtur , 23.5.2007 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.