Gott hjá Vilhjálmi og Birni Inga
1.6.2007 | 18:52
Í fréttum í dag er frístundakortið sem innleitt hefur verið í Reykjavík. Með tilkomu þess og lækkuðum leikskólagjöldum, þar sem m.a.a er frítt fyrir annað barn í fjölskyldu er orðið einna best að búa í Reykjavík fyrir barnafjölskyldur.
Það er engum vafa undirorpið að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er góður og gegn stjórnandi og það sama má segja um Björn Inga Hrafnsson. Verk þeirra í Reykjavík sýna að það getur verið gott að skipta um stjórnendur. Það var eins og vorleysing eftir harðan vetur þegar R-listinn komst til valda en hann náði aldrei takti eftir að Ingibjörg Sólrún var flæmd í burtu af Framsókn og Vinstri grænum og alls ekki eftir að Vinstri grænir flæmdu Þórólf Árnason í burtu.
Meginmarkmið Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Með Frístundakortinu má greiða að hluta fyrir íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi á vegum félaga og samtaka sem starfa í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum.
Frístundakortið verður innleitt í þremur áföngum og hefst sá fyrsti haustið 2007 og er þá miðað við 12.000.- króna framlag. Annar áfangi hefst 1. janúar 2008 og er þá miðað við 25.000.- króna framlag á árinu. Með þriðja áfanga lýkur innleiðingu frá og með 1. janúar árið 2009 og er þá miðað við 40.000.- króna framlag á því ári.
Fersk tök þeirra félaga og umhyggja þeirra fyrir barnafjölskyldum ætti að verða fólki í nágrannasveitafélögum umhugsunarefni. Þetta eru sveitarfélög sem þurfa á barnafjölskyldum að halda. Auk þess á bara einfaldlega að gera vel við barnafjölskyldur. Það ætti að vera leiðarsteinn allra sæmilegra manna.
Nýtt styrkjakerfi í frístundastarfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hér er ekkert ofsagt og hægt að taka undir hvert orð...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.6.2007 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.