Yfirburðir Egils Helgasonar
2.6.2007 | 09:13
Ágætt að fá Egil á Ríkissjónvarpið þó ímynd hans passi einhvern veginn betur á einkareknum fjölmiðli. En svo virðist sem forsvarsmenn Stöðvar 2 eigi það sameiginlegt með forsvarsmönnum Skjás eins að hafa ekki gert sér grein fyrir hvílíkur silfurmoli Egill er sem blaðamaður og þáttastjórnandi -hann stjórnar einfaldlega lang markverðasta umræðuþætti sem farið hefur í loftið á Íslandi og allar tilraunir -því að þær hafa verið gerðar- til þess að skáka honum- hafa runnið út í sandinn. Yfirburðir Egils eru ekki fólgnir í því að hann hafi dottið niður á einhverja óvænta formúlu heldur hinu að maðurinn er með afbrigðum vel lesinn og sem slíkur klassísk menntaður evrópumaður, fróður eftir því og skemmtilegur í þokkabót. Hann hefur sem blaðamaður til margra ára gífurlegt tengslanet og síðast en ekki síst -hann er hvorki með gamaldags hægri eða vinstri slagsíðu og buktar sig ekki og beygir fyrir ráðamönnum nema honum sjálfum sýnist svo. Þetta síðastnefnda hefur eflaust farið í taugarnar á ungum drengjum sem eru koma úr forstofuherbergjum stjórnmálaflokka og vita hvað hæfir. Páll Magnússon er hins vegar fyrst og fremst upprunninn úr blaðamennsku og er auðvitað eins og aðrir slíkir ekki eins uppnæmur fyrir bukta og beygingarleysi manna.
Þá hlakka ég til bókaþáttarins. Hann verður örugglega ekki á messutíma en hingað til hefur Egill verið svo ósvífinn að hafa þáttinn nánast á messutíma. Vonandi sér Páll sóma sinn í því að endurtaka hann á kristilegum tíma því að það er svo vinnulegt einhvern veginn að horfa á hann í tölvunni.
![]() |
Egill: Aðstaðan á RÚV betri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Facebook
Athugasemdir
En hann hefur ekki mikið álit á konum og stundum finnst mér menntun hans aðallega byggjast á lestri á þriðjaflokks sagnfræði-rómönum breskum. Annars horfi ég alltaf á hann þegar ég get í stað þess að að fara í messu.
María Kristjánsdóttir, 2.6.2007 kl. 09:36
Mér finnst nú þessi fullyrðing ansi stór biti, hvar hefur það komið fram að Egill beri litla virðingu fyrir konum, ekki er verið að vitna í talninguna og ruglið í Sóleyju þessari sem varð konum (og flokknum sínum) til stórskammar í þætti hjá Agli? Held að ég vilji allavega sjá einhver önnur rök en hennar fyrir því að Agli sé lítið um konur gefið. Ég tek að öðru leiti undir með ykkur, Egill er góður í þessum þáttum og stundum held ég að þessi skipti sem hann virðist missa tökin á gestunum þá geri hann það viljandi, til að ná upp smá hasar, en hann er góður í þessu hlutverki...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.6.2007 kl. 12:02
Bara rólegur, Hannes Viðar, - í þættina hjá Agli mæta oftast karlmenn, þú ætlar kannski að segja mér að Sóley eigi síður heima í Silfri Egils en Sigurður Kári og Hannes Hólmsteinn þær gangandi klisjur örlagatrúarinnar?
María Kristjánsdóttir, 2.6.2007 kl. 12:11
Ha, ha,
þú ert semsagt að vitna í ruglið hjá henni og telur uppá að það sé nothæfur mælikvarði á það að Agli sé illa við kvenfólk? Sóley þessi má vera eins oft og Agli sýnist í þættinum hans, mér fannst hún bulla útí eitt þegar hún komst að þegar hún var þar og hef engan hitt ennþá sem segir neitt annað, ekki einu sinni úr VG.
Ég er alveg sammála þér með Hannes þennan, (sem þú gerir að nafna mínum) og hann á ekki meira erindi en Sóley, alls ekki og hefur ekkert með að gera kynferði hans...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.6.2007 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.