Er þetta búið, eða er líf í þessu?

Ég held að þetta sé búið, sagði kollegi við mig eftir að tvær/þrjár manneskjur höfðu mætt í messu hjðá honum á Hvítasunnudag.  Ég gat svo sem alveg tekið undir með honum eftir að 12 hræður höfðu vermt kirkjubekkina hjá mér í miklu stærri söfnuði.  En í dag er ég aðeins bjartsýnni –hálft hundrað manna í sjómannadagsmessunni –þrátt fyrir allt eitthvað líf í þessu –ekki búið, ekki alveg.

Messan höfðar samt ekki til nútímamannsins, alls ekki, ekki hins venjulega manns þó í hverjum söfnuði sé handfylli af fólki sem er stundar messuhald, skipulegt kristnilíf með öðrum orðum, en almenn þátttaka er sáralítil.  Það er helst ef menningin er keyrð upp í kirkjunum að hægt er að hylja eitthvað að ráði af kirkjubekkjum með holdi og í stórum söfnuðum er hægt að hafa hitt og þetta stundum og jafnvel vikulega því að í stórum söfnuði eru sérvitringarnir nógu margir til að mynda hóp.

Þeir sem stunda opinbert helgihald eru nefnilega að verða sérvitringar en þeim er fyrirgefið og njóta jafnvel pínulítillar virðingar vegna þess að trúarkenndina þekkja flestir þó þeir vinni bug á henni svona daglidags meðan ekkert slæmt gerist en ég ætlaði ekki að fara að prédika hér...kirkjan er ennþá svolítð lím í samfélaginu (þorpunum) því að þangað leita nær allir við dauðsföll og slysfarir og einnig á tímum gleði þ.e.a.s við giftingar en fólk giftir sig yfirleitt áður en hjónabandið fer að súrna og við skírnir en fólk færir börn sín til skírnar meðan börnin eru enn viðráðanleg og gleðin bundin voninni einni.

En óneitanlega er kirkjan minna lím í samfélaginu en áður og það er minna lím í (þorps)samfélaginu en áður var.  Hagsmunir fólks eru ekki lengur svipaðir. Samfélög eins og Hornafjörður og Þorlákshöfn,  Húsavík og Ísafjörður eru sundurleitari fyrirbrigði en áður var, er það ekki?

Ég hætti mér ekki út í skýringar á því af hverju svo er.  Kannski eru þetta bara eðlilega og góðar breytingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Breytingarnar eru eðlilegar. Áður var messan nánast eina samkundan í þorpinu eða sveitinni og þangað fór fólk til þess að sína sig og sjá aðra. Ekki endilega til þess að hlusta á guðs orð. Ég las það í Sögu Þorlákshafnar að prestar hér á fyrri öld (í gömlu Þorlákshöfn) hefðu verið í vandræðum með kirkjugesti af því þeir römbuðu út og inn  á meðan á messuhaldi stóð og töluðu hátt og mikið út undir kirkjuvegg. Þú glímir ekki við svona vandamál Baldur minn!!

Guðrún S Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 17:23

2 identicon

Ætli það séu ekki einkum börn og aldraðir sem spyrja (sig) þeirra spurninga sem fengist er við í helgihaldi eins og það er í Þorlákskirkju, sem gefur söfnuðinum tækifæri til að tjá sig með þátttöku. E.t.v. í óþökk þeirra sem spyrja hvort helgihaldið væri ekki FALLEGRA og/eða SKEMMTILEGRA ef það væri alfarið á hendi fagfóks.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband