Fórnarlömb Nazista

Vert að mannkyn minnist þessarar útrýmingartilraunar á samkynhneigðum og þeirra ofsókna sem þeir hafa ætíð og alltaf orðið fyrir og skammist sín um leið og reyni að rétta hlut þeirra í samtíðinni. Fordómar leynast eins og við vitum á hverju strái í garð samkynhneigðra, því miður.  Þá er bara eftir að gera eitthvað almennilegt til minningar um Roma/Sintí fólkið (Sígauna) sem voru drepnir í hundraða þúsunda vís í Helförinni og minnast þess um leið að fordómar í þeirra garð vaða einnig uppi meðal okkar.  Talið er að milli 600 þúsund og ein og hálf milljón Roma fólks hafi verið drepið í helförinni. Talið er að um 90% af Roma fólki í Þýskalandi, Austurríki og Eistlandi hafi verið útrýmt. Dagana 2. og 3ja ágúst 1944 voru mörg þúsund Roma fólks, karlar, konur og börn tekin af lífi í Auschwitch-Birkenau útrýmingarbúðunum.  Roma fólkið hefur átt erfitt með að fá fólk til að muna og minnast þessara voðalegu atburða rétt eins og samkynhneigðir.  Gyðingar voru t.d. ekkert á því að láta þá eiga hlutdeild í þeim mikla minnisvarða sem vígður var í Berlín á síðasta ári.


mbl.is Reisa minnismerki í Berlín um samkynhneigð fórnarlömb nasista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Viðbjóður þessir nasistar. En hver er staða samkynhneigðra á Íslandi miðað við annarsstaðar í heiminum okkar?

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.6.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband