Setið um Ingibjörgu!

Hægri menn ætla að sitja um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.  Henni á að halda í Gíslingu. Hún má ekki hreyfa sig. Hún er komin í í ríkisstjórn, en þar skal hún sitja í grindum. Nú skal Borganesræðunnar hefnt. þetta má t.d. lesa út úr Staksteinum Moggans í dag.

Utnaríkisráðherra má ekki tala um að hún ætli til Miðausturlanda. Þá hefst sönglið um barnaskap og það sérstæða söngl að Íslendingar skipti ekki máli. Þess vegna eigi þeir ekki að skipta sér af heiminum, hollast væri þeim að reyna að vera ekki fyrir.

....hún hæfi þann þykjustuleik að halda að smáþjóðin í norðri, gæti haft einhver áhrif í Miðausturlöndum” stendur þar.

Þvílík minnimáttarkemmd.  Er þetta einhver mantra sem þulin er í Valhöll?  Meira að segja hinn ágæti forsætisráðherra viðraði svipað sjónarmið í umræðum um Íraksstríðið...efnislega..að afstaða Íslands skipti ekki máli?

Eru þeir sem skrifa svona af þjóð þeirri sem viðurkenndi Eistland?  Er þeir af útrásarþjóðinni miklu? Er þeir af þjóð þeirri sem vill komast í Öryggisráðið?

Það er mjög vel til fundið hjá Ingibjörgu að bregða sér til Palestínu og Ísrael. Hver einasta þjóð í heiminum á að reyna að leggja sitt af mörkum til þess að styðja mannréttindi og jákvæð öfl á þessum slóðum sem og annarsstaðar í veröldinni.  Og það er vissulega tímabært að Íslendingar komi sér upp sjálfstæðri utanríkisstefnu og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er ágæt til þess verks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þeir eru allir logandi hræddir við Ingibjörgu þessir raftar og það er fínt. Sérstaklega eru þessir nafnlausu mannorðsmorðingjar Staksteinar og Víkverji eitthvað uppskrúfaðir, en það gerir nú ekkert meðan enginn tekur mark á þeim...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.6.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband