Fréttaskýring við ágæta frétt.

Það hefur verið mjög mikið streymi af farandverkamönnum til Rússlands á undanförnum árum og mest auðvitað frá löndum sem tilheyra “The Commonwealth of Independent States" (CIS)  en einnig frá Asíu en nokkuð frá Afríku (ECRI skýrsla frá 2006).  Frjálst flæði vinnuafls er frá löndum CIS sem eru fyrrum ríki Sovétríkjanna, nema að fólk frá Georgíu þarf Vísa.  En fólk hefur flykkst til Moskvu vegna þess að það er svo mikil þörf fyrir fólk  í byggingariðnaðinn, en Moskva þenst nú út sem aldrei fyrr frá því á tímum Stalíns.  Einnig hefur verið þörf fyrir fólk til iðnaðarstarfa og í störf í landbúnaði. Þetta ásamt því að Rússland býður upp á betri kjör en fólk hefur í heimalöndunum hefur orðið til þess að gífurlega margir hafa flust til Moskviu og annarra stórra borga í Rússlandi. Þetta er ósköp svipað og gerst hefur hér á landi.  Og umræðan er sú sama:  Að reyna að taka vel á móti fólki og reyna að skilja á milli þeirra sem ætla að vera um kjurt og hinna sem standa undir nafni sem farandverkamenn. Og eins og hér telja margir heimafyrir að laun lækki vegna þess að hægt sé að bjóða farandverkamönnum verri kjör.  En Nota Bene, þetta er yfirleitt frjálst flæði sem er gott.  Fólk sem kemur utan hins frjálsa flæðis hingað til lands eins og fólk frá Rúmeníu, Búlgaríu, Asíu og Afríku er undir náð og miskunn atvinnurekandans. Það er ekki boðlegt..  En Rússar eiga ekkert svo gott með að fækka farndverkamönnum, eins og fréttin ber með sér að þeir ætli að gera, því að þetta er í aðalatriðum opinn markaður eins og hef lýst.


mbl.is Farandverkamen flæmdir frá Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband