Slæmt fordæmi!

það er ekkert að marka þessa niðurstöðu, ekki neitt. Sumir svarendur
eru með í huga slitlagðan veg sem fylgir landslagi.  Aðrir með
hraðbraut fyrir flutningabíla í huga. Eiga svona hlutir virkilega að
ráðast af því að fólk vilji komast á sem skemmstum tíma milli
Reykjavíkur og Akureyrar? Mér finnst að þeir sem vilja vera á Akureyri
eigi að vera á Akureyri og þeir sem vilja vera í Reykjavík eigi að vera
í Reykjavík. Kristján Þór sem var bæjarstjóri á Akureyri setur slæmt
fordæmi að að ferðast á milli.  
mbl.is Meirihluti landsmanna hlynntur nýjum Kjalvegi samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Lífið gengur nú ekki bara út á það að komast til og frá Reykjavík svo merkilegt sem það nú virðist. Kjalvegur yrði til dæmis til þess að leiðin styttist milli Suður- og Norðurlands styttist heilmikið. Þannig styttist leiðin milli Akureyrar og Þorlákshafnar gríðarlega svo ekki sé talað um leiðin milli Mývatns og Gullfoss sem væri snjallræði fyrir ferðamenn. Við landsbyggðarmenn eigum ekki að miða allt við Reykjavík.

Hvað Kristján Þór kemur þessu máli við sérstaklega hef ég ekki hugmynd um þar sem Norðurvegur ehf sem stendur fyrir málinu er í eigu fjölmargra aðila þar á meðal þessarra sem varla eru að stytta leið sína til Reykjavíkur:

  • Eignarhaldsfélag Suðurlands
  • Landsbanki Íslands Selfossi
  • Sveitarfélagið Árborg
  • Bláskógabyggð
  • Grímsness- og Grafningshreppur
  • Hveragerðisbær
  • Ræktunarsamband Flóa
  • Skeiða- og Gnúpverjahreppur
  • Hrunamannahreppur
  • Nesey ehf
  • Minni Borgir ehf
  • Ásvélar ehf

Lára Stefánsdóttir, 8.6.2007 kl. 01:05

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Gleymdi einu, það er auðvitað slæmt fordæmi hjá Kristjáni Þór að vera að ferðast milli Akureyrar og Reykjavík, hann ætti að halda sig á öðrum  hvorum staðnum;-)

Lára Stefánsdóttir, 8.6.2007 kl. 01:15

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þetta er nú ekki boðleg færsla hjá mér enda gerð á hlaupum frá öðrum verkefnum og ég kem upp um Reykvíkinginn í mér en hann er talsverður.  En ég hef sem sagt, ólíkt flestum í kringum mig, mikla fyrirvara á að rétt sé að leggja uppbyggðan veg með bundnu slitlagi yfir Kjöl. Ég sé í morgun að Mbl. lýsir sömu skoðun í leiðara og telur að það séu einkum nokkrir framsóknarmenn sem vilji leggja veginn.  Mogginn á þar sjálfsagt við þingmennina Kjartan Ólafssson og Bjarna Harðarsson!!

Kristján Þór ratar óvart inn í þetta vegna þess að hann ætlar að fljúga á milli ekki satt!  Nú um stundir þykir það voða fínt að keyra eða fljúga á milli...hvaða staðir sem það nú eru....en slíkt háttalag er auðvitað þegar grannt er skoðað ekki til fyrirmyndar....kv.  B 

Baldur Kristjánsson, 8.6.2007 kl. 10:00

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Mogginn er að tala um framsóknarmenn og hótel við Langjökul.  Hann er sem sagt ekki að sneiða að Kjartani!

Baldur Kristjánsson, 8.6.2007 kl. 10:05

5 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Menn hafa haft fyrirvara á ýmsum vegum, t.d. hringveginum á sínum tíma. Vegurinn yfir sandana átti aldrei að standast, Möðrudalsöræfunum hafði enginn trú á og svo mætti lengi telja. Úrtölumenn hafa verið á öllum tímum og svo er auðvitað nú með nýja hugmynd um veg yfir Kjöl. Eftir að ég flutti norður þykir mér oft súrt í broti hversu langt er til Suðurlands. Aka þarf hringinn í kringum landið til að komast að Gullfoss og Geysi. Ég hef farið núverandi veg yfir kjöl sem er ekki umhverfisvænn, niðurgrafinn og afleiðingarnar þær að menn aka útfyrir veg hér og þar og skemma landið. Hann fer illa með bifreiðar og þeir sem vilja njóta hálendisins sem og að vilja komast milli Norður- og Suðurlands á mannsæmandi hátt þurfa betri veg.

En auðvitað er erfitt að setja sig í annarra spor, sá sem situr í túngarði höfuðborgarinnar og sér enga sérstaka ástæðu til þess að fara norður í land á auðvitað erfitt með að sjá tilgang með Norðurvegi. En þegar málið er skoðað betur er ég viss um að menn átta sig á hversu gríðarleg bót þessi vegur er fyrir okkur á Norður- og Suðurlandi, ferðamennsku í landinu svo ekki sé talað um umhverfisvæn áhrif á hálendið því ekki verður hægt að vaða út af uppbyggðum vegi í viðkvæma náttúruna með sama hætti og nú er gert.

Lára Stefánsdóttir, 8.6.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband