Hraðbraut/Hótel og Kristján Þór

Ég verð að biðja Kristján Þór Júlíusson forláts á því að hafa blandað honum inn í færslu um uppbyggðan veg yfir Kjöl. Ég var í færslunni að andæfa hugmyndinni um uppbyggðan veg með slitlagi yfir Kjöl og vil nota tækifærið hér og andæfa hótelbyggingu við Langjökul eins og Morgunblaðið gerir í leiðara í morgun. Ein af röksemdum fyrir hraðbraut yfir Kjöl er stytting vegalengda m.a. milli Reykjavíkur og Akureyrar.  Þá kom bæjarstjórinn fyrrverandi og þingmaðurinn núverandi í hugann því að samkvæmt fréttum ætlar hann að fara sem oftast á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Ég hef einnig fyrivara á slíku háttalagi nema þá að menn taki upp á því að borga kolefnisskatt -kolefnisjafni sig.

Auðvitað átti ég ekki að nefna Kristján Þór.  Hann hefur sínar ástæður. 

Ég er samt sem áður ekki að leggja til að menn bara haldi sig heima hvað þá undir sæng sem er auðvitað ákveðin lausn á vanda heimsins.

En sem sagt:  Ekkert hótel við Langjökul.  Enga uppbyggða hraðbraut yfir Kjöl. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort mengar meira:

1. Að aka þjóðveg 1 frá Þorlákshöfn til Höllustaða.

2. Að aka um malbikaðan veg frá Þorlh. til Höllustaða.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 15:42

2 identicon

Afsakið fljótfærnina.

Í lið 2 vantar leiðarnafnið: um Kjalveg

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 15:58

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þarna kemurðu að snertifleti á þessu máli Glúmur við þurfum að hugsa svilítið vistvænt í þessum málum og þá eru vegalengdirnar sem þarf að keyra afgerandi.

Varðandi hótelið við Langjökul er ég sammála Mogga og Baldri. Hótelin eiga að vera niður í byggð og svo bara keyrum við til fjalla ef okkur langar á sleða eða í snjó.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.6.2007 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband