Pollyanna

Mikið  var gaman að sjá Pollyönnumyndina í ríkissjónvarpinu nú rétt áðan nú á föstudagskvöldi.  Í þessari 40 ára gömlu mynd var í hreinni og tærri mynd sá boðskapur sem við þurfum: að sjá björtu hliðarnar í tilverunni, brosa, vingast, uppörva, hjálpa.  Pollyanna er ljósgeisli sem kemur inn í þunga og staðnaða veröld þar sem staðnað ættarveldið og peningaöflin ráða ferðinni. Hún ert kristgervingur eins og fínu guðfræðingarnir myndu segja. (Hún deyr að vísu ekki en hún lamast og það lítur út fyrir að hún muni rísa upp).Þarna var allt t.d. prestur sem skreið fyrir hinu veraldlega valdi, bukkaði sig og beygði fyrir ráðandi öflum en uppgötvaði fyrir rest fyrir tilstilli lítillar stúlku hvað til hans friðar heyrði.

Við sáum gleðisnautt og staðnað samfélag breytast í gleðiríkt samfélag vináttu, virkni og samhjálpar.  Það hefur sjálfsagt ekki verið í tísku að hæla Pollyönnumyndinni með sínum einföldu klisjum en það eru einmitt hinar einföldu klisjur sem gera hana að snilldarverki.

Og myndin endurspeglar ákveðna bjartsýni tímabilsins, fólk sá fram á betri tíð með blóm í haga, sá fram á frelsi og velsæld, en ekki örlaði á gauragangi, misskiptingu og tómhyggju okkar samtíma. O tempora O mores.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Einhverra hluta vegna verða klisjur klisjur. Klisjur eru bara fínar!

Pollýanna er frábær.

Sigþrúður Harðardóttir, 10.6.2007 kl. 22:26

2 identicon

og ég sem setti 8.og 9. bekkingum fyrir heima í sumar að æfa sig i Pollýönnuleik,- og síðan gerir RUV mér þann greiða að sýna myndina bara rétt á eftir skólaslitunum !!  jamm svona eiga hlutirnir að vera.........

ÞHelga (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband