Svartir svanir

Var að renna yfir skemmtilega grein í the Economist. Gaur skrifar bók um r þau alsögðu sannindi hvað erfitt er að spá, eða leiða líkur að því hvað mun gerast, hver þróunin verður?  Maður sér ekki fyrir “svarta svani” en það er hugtak sem hann notar yfir það sem gerist óvænt. Svartir svanir hafa þann eiginleika að öllum finnst að þeir hafi verið fyrisjáanlegir, að það hafi verið auðvelt að sjá þá fyrir.  En svo var ekki. Simmi V rifjar það t.d. upp í bloggfærslu sinni að internetið hafi verið álitið bóla árið 1993 eða var það 95?  Internetið er dæmigerður svartur svanur sem allir sáu fyrir eftirá og breytti heiminum.Og aðalforstjóri BHM taldi að það yrði í mesta lagi þörf fyrir tíu til fimmtán tölvur í heiminum, var það árið 1962 eða 1972? Og allir byrjuðu að hlæja að honum löngu síðar því að allir sáu tölvubyltinguna fyrir eftirá.  Þessi gerð að svörtum svönum er þannig að öllum finnst að auðvelt hafi verið að sjá þá fyrir og þeir sjálfir auðvitað sáu.  11.september 2001 var svartur svanur. Hve margir sáu ekki þessa hermdarverkaárás fyrir eftirá.  Það að ekki skyldi einu sinni finnast ein langdræg eldflaug í Írak var auðvitað svartur svanur sem lék heila kynslóð pólitíkusa grátt. Atlaga dönsku bankanna að íslensku efnahagslífi var svartur svanur.  Hrun Framsóknardflokksins var svartur svanur, hægfleygur svartur svanur sem skall til jarðar á tólf árum og allir sáu fyrir eftirá.

Víða eru svörtu svanirnir, flestir hverjir augljósir eftirá, sem gera spár okkar um framtíðina skeikula. Kannast nokkur við það að opinber aðili hafi áætlað byggingarkostnað rétt?  Hvernig verður umhorfs á Íslandi árið 2015?  Enginn sér fyrir þann aragrúa svartra svana sen gera allar spár þar um markleysu.

Og nú er ég búinn að fara upp og ná í blaðið sem ég hef vísað til. Bókin heitir The Black Swan: The Impact of the Highly Impropable. Höfundur Nassim Nicholas Taleb. Má segja að lestur svona greinarstúfs geti orðið svartur svanur í lífi manns. Útgáfufyrirtækið er Random House sem gæti útleggst tilviljunarkennda húsið. Á morgun les ég enn eitthvað sem breytir mér enn.........svolítið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orðinn svo sem ýmsu vanur

eftir stím um lífsins dröfn,

en ekki' að hann sé svartur svanur,

séra Baldu'r í Þorlákshöfn.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband