Skynsamleg löggjafartilraun!

Að mörgu leyti skynsamleg löggjafartilraun hjá Bush stjórninni. Þessir
ólöglegu  innflytjendur, flestir frá Mexíkó eru þarna og
efnahagskerfið getur tæpast verið án þeirra. Þeir vinna jafnvel hjá
opinberum aðilum en eigendur fyrirtækja sem bráðvantar starfskraft
spyrja engra spurninga en greiða að sjálfsögðu  lágmarkslaun. Börn
þessara ólöglegu innflytjenda ganga hins vegar oft og iðulega í skóla
eins og ekkert sé. Með hag barnanna að leiðarljósi er ekki spurt um
kennitölur.....Frumvarp Bush var tilraun til að greiða úr aldeilis
óviðunandi ástandi. það er tvennt sem fer fyrir brjóstið á þingmönnum.
Mörgum þykir það rangt og hættulegt fordæmi að veita fólki sem hefur
komið ólöglega inn í landið ríkisborgararétt. Á hinni hliðinni eru svo
þeir sem eru á móti því að herða innflytjendaalöggjöfina.
mbl.is Bush reynir að sannfæra öldungadeildarþingmenn um ágæti innflytjendalöggjafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Komdu sæll Baldur,

Ég sé ekki margt jákvætt við þessa misheppnuðu "málamiðlun" Bush.  Það eru allir sammála um að eitthvað verður að gera en enginn sammála um réttu leiðina. Það eru líka nokkurn vegin allir sammála um að þetta er ekki rétta leiðin.  Ég skrifaði nokkrar línur um löggjöfina á http://robertb.blog.is/blog/robertb/entry/237374/

Kveðja frá Minnesota

Róbert Björnsson, 13.6.2007 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband