Ingibjörg Sólrún

Mikið finnst mér notalegt að vita af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem utanríksráðherra. Hún er verðugur fulltrúi hugsandi fólks og fólks með ríka réttilætiskennd. Valgerður Sverrisdóttir kom eins og vorboði inn í ráðuneytið var hressileg og góð tilbreyting frá forverum sínum og nú er sumarið komið.  Vonandi á Valgerður eftir að fá tækifæri aftur verði hún ekki Framsóknarflokknum að bráð eins og svo margt ágætisfólk.

Í orðfæri Ingibjargar sjáum við merki um sjálfstæða utanríkisstefnu. Ef til vill var eftir allt saman ekki svo vitlaust að sækja um aðild að að Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna. Í stefnumótun þar skiptir máli hver heldur á málum fyrir okkar hönd. Þegar við sóttum um réði ferðinni stórhugur Halldórs Ásgrímssonar, hins ágæta Hornfirðings. Stundum ganga hlutirnir skemmtilega upp.

Og vannabíis mega vita það að það fer öfugt í mjög marga þegar reynt er að gera lítið út Ingibjörgu Sólrúnu jafnvel með orðaútgerð sem helgast af því að hún er kona.  Einkum fer konum illa að vera með slíka útgerð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þér mælist skynsamlega hér eins og svo oft séra minn og hægt að taka undir hvert orð. Það sem þú skrifar hér um Valgerði í utanríkisráðuneyti kom oft fram, m.a. frá starfsfólki utanríkisþjónustu. (Hvernig sem hún virkar að öðru leiti)

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.6.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband