Risinn Al Gore

Eiginlega furðulegt að Al Gore skyldi ekki gera þetta fyrr því að efahyggjumenn (svokallaðir Tómasar) hafa lengi reynt að gera hann ótrúverðugan vegna þess hvað hann og hans fjölskylda býr í stóru húsi og notar mikla orku.  Þó að rafmagnið íslenska sé af vistvænum rótum ætti ekki að saka að hagnýta sér sólarorku.  Getur einhver frætt okkur á því hvað mikið fyrirtæki það er að koma svokölluðum sólarþiljum fyrir og virkja þær (e.t.v mætti koma fyrir risastórum sólarþiljum við álverin öll væntanlegu).  Sparperur þekki ég og sjálfsagt að nota þær.

Ég hef fylgst með Al Gore síðan í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar 1988 þegar Dukakis varð frambjóðandi Demókrata og hreifst af manninum. Alltaf minnistæð ræða hans þegar hann sagði efnislega.....  Bregðum okkur fram í tímann.  Ímyndum okkur að við stöndum við eigin gröf. Hvað viljum við sjá....? Glæsileg rhetoric en minnistæð mér vegna þess að við ungu og efnilegu prestarnir á Íslandi höfðum verið að nota einmitt þessa líkingu í ræðum okkar, bæði í brúðkaupsræðum og í venjulegum prédikunum...of seint að nota líkinguna í jarðarförum.  Ég er því vel kunnugur Al Gore án þess að þekkja hann (rakst hins vegar einu sinni á Dukakis í strætó) og tel hiklaust að hann sé, eins og sagt var um Adlai Stevensson, besti maðurinn sem aldrei varð forseti Bandaríkjanna. Það er að vísu ekki útséð um það, ekki alveg. 

Hins vegar er Al Gore á góðri leið með að verða með merkari Bandaríkjamönnum vegna baráttu sinnar gegn koltvísýringseyðingu jarðar og nú síðast vegna bókar sinnar um undanhald vitrænnar umræðu. 


mbl.is Heimili Al Gore verður „grænt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Furðulegt að jafn grænn maður og Gore geri ekki breytingar á eigin heimili fyrr en eftir gagnrýni fjölmiðla. Svo ferðast hann auðvitað áfram á SUV risajeppum og einkaþotu. Kannski er hann bara ekki grænn í raun og veru? Ímynd hans er græn til þess að fá pólitískar vinsældir og milljónir dollara í vasann. Hægrimenn nota t.d. hryðjuverkastríðið sem afsökun fyrir því að skerða frelsi þegnana og auka eigin völd, að vera grænn er orðin afsökunin hjá vinstrimönnum. Svo taka fjölmiðlar þátt í vitleysuni til þess að græða peninga á æsifréttunum.

Geiri (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 00:29

2 identicon

 

Það er ekki alltaf allt sem sýnist í mynd Al Gores. Lítið á þessa heimildamynd :

 The Great Global Warming Swindle

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/143253/

Vísindamenn sem koma fram í myndinni:


-- Dr. Pat Michaels - Prófessor í umhverfisvísindum, University of Virginia

-- Dr. Richard Lindzen - Prófessor í veðurfræði, MIT

-- Dr. Henrik Svensmark - Forstöðumaður Centre for Sun-Climate Research við Danish National Space Center

-- Dr. Eigil Friis-Christensen - Forstöðumaður Danish Space Center

-- Dr. Tim Ball - Loftslagsfræðingur. Prófessor emeritus  við University of Winnipeg

-- Dr. Ian Clark - Prófessor í Isotope hydrogeology og fornveðurfræði, University of Ottawa

-- Nigel Calder - Fyrrum ritstjóri New Scientist Editor. Höfundur ásamt Henrik Svensmark að bókinni The Chilling Stars

-- Dr. Philip Stott - Prófessor Emeritus í Biogeography, University of London

-- Dr. Nir Shaviv - Associate Prófessor, The Hebrew University of Jerusalem

-- Dr. Paul Reiter - Prófessor, Institut Pasteur, París

-- Dr. John Christy - Prófessor og forstöðumaður Earth System Science Center, NSSTC University of Alabama

-- Dr. Roy Spencer - Principal research scientist for University of Alabama in Huntsville. In the past, he served as Senior Scientist for Climate Studies at NASA's Marshall Space Flight Center in Huntsville, Alabama

-- Dr. Patrick Moore - Stofnaði Greenpeace ásamt fleirum.

-- Dr. Piers Corbyn - Forstöðumaður Weather Action

-- Nigel Lawson - Lord Lawson of Blaby

-- Dr. Carl Wunsch - Prófessor í eðlisfræðilegri haffræði, Department of Earth, Atmospheric, and Planetary Sciences, MIT

-- Dr. Fred Singer - President Science & Environmental Policy Project, Prófessor við George Mason University og Prófessor Emeritus í umhverfisvísindum við University of Virginia

-- Dr. Chris Landsea - Formerly a research meteorologist with Hurricane Research Division of Atlantic Oceanographic & Meteorological Laboratory at NOAA, is now the Science AND Operations Officer at the National Hurricane Center

-- James Shikiwati - Kenyan economist and Director of the Inter Region Economic Network

-- Dr. Syun-Ichi Akasofu - Director of the International Arctic research Centre

Siggi (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband