Þar sem frægur fer....

Gott hjá Eyþóri Arnalds að gerast meðhjálpari, vonandi endist hann sem lengst í þjónustu kirkjunnar. Það hlýtur að fara örlítið í fínu taugar hans hvað mikið er gert úr þessu eins og enginn hafi orðið meðhjálpari fyrr og eins og Eyþór hafi verið svo afskaplega ólíklegur til þess að verða meðhjálpari en það er ekki við hann að sakast, sumir verða einfaldlega stjörnur og allt vekur athygli sem þeir taka sér fyrir hendur líkt og við þekkjum með París Hilton og Britney Spears þó ekki sé þessum þremur spyrt saman að öðru leyti þar sem Eyþór er hæfileikaríkur maður fyrir utan það að vera örugglega besti drengur.

Athyglin fer þangað sem frægur fer. Vona má að sviðsljósið færist með Eyþóri yfir á störf meðhjálpara en meðhjálparar eru hógvær og hljóðlát starfstétt sem vinnur drjúgmikið starf í þágu kirkjunnar og yfirleitt ólaunað þó að stundum tengist það starfi kirkjuvarðar sem er launað í öllum stærri söfnuðum. Meðhjálparar duga oft um áratugaskeið og þeim er aldrei þakkað eins og vera ber.  Ég minnist frá mínu embætti Arngríms Gíslasonar á Höfn sem var mjög góður meðhjálpari og sparaði aldrei sporin í þágu kirkjunnar.  Sama get ég sagt um núverandi meðhjálpara minn Höllu Kjartansdóttur í Þorlákskirkju og Þórarinn Snorrason í Strandarkirkju, Jón Hjartarson á Læk sem var meðhjálpari í Hjallakirkju og núna Sigurð Hermannson í sömu kirkju. Þá verður gamall meðhjálpari í Óháða Söfnuðinum mér alltaf kær en það er orðið langt síðan og hann er löngu dáinn en Sigurður hét hann.

Eyþóri Arnalds skal óskað alls hins besta í embætti sínu við söfnuðinn á Selfossi.


mbl.is Eyþór Arnalds nýr meðhjálpari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er eingin spurning að kirkjusókn á efti að stóraukast hjá þeim presti sem hefur Eyþór Arnalds sem meðhjálpara.Hann gæti líka haft sellóið við altarið og tekið eitt og eitt lag með kórnum.Prestar sem mega búa við það að kirkjusókn er ekki mkil eiga hiklaust að ráða þekkta menn sem meðhjálpara helst menn sem hafa verið á drottins bugðótta vegi . Ég sting upp á Bubba,Ragga  Bjarna, Ómari Ragnars,Davíð Oddsyni og það eru margir fleiri.

Sigurgeir Jónsson, 15.6.2007 kl. 16:14

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Nokkrar tillögur fyrir okkur hérna í Þorlákshöfn?!

Baldur Kristjánsson, 15.6.2007 kl. 16:29

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Drottinn hefur þá væntanlega snert við Eyþóri svo hann hefur viljað þjóna. Yndislegt! Aðalmálið fyrir presta og aðra þjóna er helgun sem svo smitar útfrá sér í guðsþjónusturnar, þá fyllast kirkjurnar

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.6.2007 kl. 20:55

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hmmmmm........

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.6.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband