17. júní!

Ég óska þeim sem kynnu að ráfa inn á síðuna mína til hamingju með þjóðhátíðardaginn 17. júní. Það ætlar að verða hlýtt í dag en í mörg ár taldi ég að ef Guð væri til þá væri eitt af því fáa sem hann skipti sér af væri að hafa kalt í landinu sem kennt er við ís á þessum tiltekna degi.  Kannski er hann hættur að skipta sér af því líka.

Ég heyrði í fréttum áðan að margir hefðu verið ölvaðir í miðborg Reykjavíkur í nótt og verið viðskotaillir og maður spyr sig. Hvers konar lýður erum við? Hvenær og hvar fór eitthvað úrskeiðis?  Hefur þessi viðskotailli fjöldi ekki stjórn á lífi sínu?  Eða er þetta það skynsamlegasta og besta sem fólk gerir við líf sitt? Eða skeið sem flestir ganga í gegn um og sleppa í gegn óskaddaðir?

Og Gísli Marteinn Baldursson lýsir því yfir að Reykjavík megi aldrei verða bílaborg og veifar hjóli sínu í Morgunblaðinu í morgun.  Hvaðan kemur þessi maður?  Reykjavík er fyrir löngu orðin bílaborg!

Og forsetinn dr. Ólafur fór á kostum í útvarpinu í morgun talandi um lýðræði og það hvað málskotsrétturinn væri dýrmætur.  Hressandi að heyra í Ólafi, mínum gamla mentor, og vonandi lætur hann sem mest til sín taka á komandi árum.

Og skyldi þjóðhátíðardagurinn bera þess einhver merki hvað íslenskt samfélag hefur breyst á síðustu áratugum?  Hvernig skynjum við okkur sem þjóð? Mun þjóðhátíðardagurinn endurspegla  þá multímenningu sem hér er? Höfum við tapað hluta af fullveldi okkar með því að vera þáttakendur á evrópska efnahagssvæðinu og undirganga þar með lög og reglur EES en ekki í Efnahagsbandalaginu og eiga þar með aðild að tilurð þeirra? 

Þessi ræða mín er í snarheitum. Ég var svo heppinn að enginn bað mig um þjóðhátíðarræðu þannegin (hornfirska) að ég er á leiðinni með börnin í skrúðgöngu.  Maður á að fara í skrúðgöngu 17. júní og svo 1. maí, hvíla sig á sunnudögum, halda jól, fá sér páskaegg og fara í sex vikna sumarfrí á sumrin. Þetta og margt annað setur þann nauðsynlega ramma um lífið sem er svo mikilvægur.

Yfir voru ættarlandi/aldafaðir skildi halt.  Gleðilega þjóðhátíð!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Gleðilega þjóðhátíð!

María Kristjánsdóttir, 17.6.2007 kl. 10:56

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gleðilega þjóðhátíð.  Þetta voru mjög góð skrif hjá þér (eins og við var að búast).Athugasemd þín um Gísla Martein fannst mér stórkostleg hún segir okkur hvap GMB er mikill "yfirborðsmaður" og tekur fyrir þau málefni sem hanntelur að verði "in" og séu líkleg til að afla honum vinsælda.  Hins vegar stendur forsetinn okkar eins og sæbarinn klettur og hefur aldrei verið betri hann eltist ekki við vinsældir heldur nýtur hann virðingar landsmanna.

Jóhann Elíasson, 17.6.2007 kl. 11:58

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Tek undir hvert orð hjá þér Jóhann ....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.6.2007 kl. 21:51

4 identicon

Ég held að þannegin sé sagt alveg vestur í Mýrdal, svo það er ekki bundið við Hornafjörð.

Kv. GSt.

Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 21:27

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég man oft eftir að hafa heyrt svona sagt "þannegin" svo það er líklega frá fólki af SA landinu.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.6.2007 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband