Þegar Strandamenn stoppa í Búðardal....
3.7.2007 | 20:23
Fyrrum var mikill samgangur milli Dalamanna og Strandamanna og ekki
óalgengt að Dalamenn næðu sér í kvonfang á Strandir eða öfugt.
það voru ekki síst Saurbæingar sem brugðu sér yfir til að næla sér í
kvonfang. Svo var um áa mína. Kom út úr þessu hið ágætasta
fólk!! Þessi samgangur minnkaði þegar leið á síðustu öld og
Strandamenn fóru að fara suður um Hrútafjörð en Dalamenn fóru á
Staðarfell í makaleit þar sem var húsmæðraskóli og konur hvaðanæfa
að. Nú gæti þetta breyst aftur með tilkomu heilsársvegar um
Tröllatunguheiði. Strandamenn og Dalamenn farið að blanda blóði á
ný til hagsbóta fyrir þjóðina. Það gæti t.d. gerst þegar
Strandamenn stoppa á Skriðulandi eða í Búðardal á leið sinni suður. Þá
hefðu þeir svo sem ekkert að gera lengra suður.
óalgengt að Dalamenn næðu sér í kvonfang á Strandir eða öfugt.
það voru ekki síst Saurbæingar sem brugðu sér yfir til að næla sér í
kvonfang. Svo var um áa mína. Kom út úr þessu hið ágætasta
fólk!! Þessi samgangur minnkaði þegar leið á síðustu öld og
Strandamenn fóru að fara suður um Hrútafjörð en Dalamenn fóru á
Staðarfell í makaleit þar sem var húsmæðraskóli og konur hvaðanæfa
að. Nú gæti þetta breyst aftur með tilkomu heilsársvegar um
Tröllatunguheiði. Strandamenn og Dalamenn farið að blanda blóði á
ný til hagsbóta fyrir þjóðina. Það gæti t.d. gerst þegar
Strandamenn stoppa á Skriðulandi eða í Búðardal á leið sinni suður. Þá
hefðu þeir svo sem ekkert að gera lengra suður.
Binda miklar vonir við heilsársveg um Tröllatunguheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek undir það, Baldur, að þitt fólk í Dölunum er mikið sómafólk og berðu því mínar bestu kveðjur. Við hjónin bjuggum á þessum slóðum í áratug og höfum til Dalanna afskaplega sterkar taugar.
Helgi Már Barðason, 3.7.2007 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.