Df6 mát
25.8.2007 | 11:28
Af hverju hætti Friðrik að tefla? Var að renna yfir skák Friðriks við skákmeistara ungan Routhuis að nafni og er ekkert ofmælt hjá Helga Ólafssyni að hún er tefld í stórkostlegum kaffihúsastíl. Hvílíkur unaður!! Það er ekki vafi að Friðrik var og er sérstakur snillingur við skákborðið og synd fyrir okkur að hann skyldi að mestu draga upp skákhendina á miðjum aldri. Vonandi dregur hann hana nú fram aftur. Sama má reyndar segja um Jón L. Árnason, Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson og ég tala nú ekki um Helga Ólafsson. Þessir menn fóru allir meira og minna í venjulegt veraldlegt vafstur í stað þess að leyfa okkur þessum venjulegu, sem erum ágætir í því vafstri, njóta snilli sinnar. Og hvar eru handhafar Bermudaskálarinnar í Bridge 1991. Þeir lognuðust út af smám saman nema þá helst Jón Baldursson. Þeir snillingar áttu auðvitað að hefja ævilangan atvinumannsferil í Bridge okkur hinum til uppörvunar og skemmtunar. Afrek þeirra Jóns Baldurssonar, Guðmundar Páls Arnarssonar, Þorláks Jónssonar, Aðalsteins Jörgensen, Guðlaugs R. Jóhannssonar og Arnar Arnþórssonar og Björns Eysteinssonar var náttúrulega einstakt. Það er sama hvar er á sviði mannlífsins. Íslendingar hafa tilhneigingu til þess að henda sér uppí rúm of snemma er það ekki? og það umhugsunarefni að við Íslendingar eigum eiginlega enga afreksmenn á heimsmælikvarða lengur. Það er sama hvert litið er. Ekki satt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Facebook
Athugasemdir
Já það er synd að þessir skákmeistarar skuli ekki hafa nýtt hæfileika sína til hins ýtrasta. En svona ris í mennngarlegri starfsemi eiga sér annars líklega ekki einfaldar skýringar. Þau bara verða. Sú skákherferð sem Hrókurin hefur verið með í gangi virðist ekki ná tilgangi sínum. Það er ekki hægt að búa svona til með handafli. Mikið man ég vel eftir millisvæðmótinu í Portoroz þegar Friðrik komst áfram í heimsmeistarakeppnina og varð stórmeistari (hvern hann átti skilið mörgum árum fyrr) sem öll þjóðin fylgdist með. Slík samkennd með afreksmönnum er ekki lengur til. Gullöld skákarinnar á Íslandi er liðin. En hún kemur kannski aftur þegar einhverjar aðstæður stuðla að þvi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2007 kl. 12:12
Er ekki líka málið að þessir styrkir eða laun eru kannski ekki að gera skákinni það gagn sem ætlast er til, með því að vera að lenda í röngum vösum? Samanber þennan sem er launaður af LÍÚ uppí Háskóla og hefur ekki telft í áraraðir en heldur sínum launum sem skákmaður....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.8.2007 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.