Sáttmáli um bann við jarðsprengjum var í deiglunni

Það var gerður sáttmáli um bann við jarðsprengjum á vegum SÞ (Inhuman weapons Convention)árið 1980 en 1995 höfðu aðeins 43 þjóðir undirritað sáttmálann. Sennilaga er hann því dauður og marklaus nú.  Helstu jarðsprengjuframleiðendur heimsins þ.m.t. Bandaríkin, Bretar og Frakkar samþykktu aldrei sáttmálann minnir mig og lönd eins og Ísland drógu það einnig, sennilega sinnuleysi um að kenna. Nú sitjum við uppi með veröld þar sem jarðsprengjum fjölgar dag frá degi og leynast virkar í jarveginum jafnvel árhundruðum saman. Jarðsprengjur eru eitt af verstu birtingarformum illskunnar í veröldinni því þær halda áfram að drepa löngu eftir að allir eru búnir að gleyma tilefni stríðsátaka. Og það verða ekki síst börnin sem verða fyrir þeim.

Undirritaður var á ferð í Mosambik 1996 á vegum Hjálparstofnana. Okkur var sýnt hvernig jarðsprengjum var eytt. Það voru Norðmenn. Þetta er geysilega áhættusamt og seinlegt.  Og Mosambik er full af jarðsprengjum eftir borgarastríðið á níunda áratugnum.

Allt um jarðsprengjur á http://www.un.dk/Icelandic/New/peaceandsecurity/mine.htm


mbl.is Jarðsprengja verður sex börnum að bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband