Leitin að framsóknarmönnum stigmagnast

Bjarni Harðarson heldur því fram hér á Moggablogginu að Perúindíánar séu Framsóknarmenn.  Sama segir hann um Amazonindíána.. Bjarni fór alla leið til Perú að leita að Framsóknarmönnum greinilega og verður býsa vel ágengt að eigin dómi.  Vonandi kvisast þetta ekki til þessara ættbálka, meðan hann er þar, hvað hann ætlar þessu fólki. 

Vonandi koma stjórnmálamenn brátt frá Perú sumarleyfis síns.  Við mörg söknum almennilegra pólitískra átaka, eigum við að segja stjórnmálaumræðunnar.Línur eru óljósar. Mun Framsóknarflokkurinn gefast upp á nútíma Íslendingum og fara að eltast við Amazonindíána? Mun Sjálfstæðisflokkurinn snúast á sveif með Evrunni og/eða Efnahagsbandalaginu eins og margir spá? Hver mun taka við Vinstri grænum? Er ekki kominn tími á unga snarpa konu á borð við Guðfríði Lilju? Hvar ætla Frjálslyndir að bera niður í málatibúningi? Er Jón Magnússon framtíðarforinginn? Hvernig tekst Samfylkingunni að halda í við þann stjórnþunga og djúpskreiða Sjálfstæðisflokk?  Er Sturla raunverulegur surviver? 

Það er kominn tími til þess að fá í gagnið þann ræðupall sem ræðustóll Alþingis óneitanlega er.  Þaðan flýgur umræðan út í samfélagið sé hún snörp og þrátt fyrir allt eru innan Alþingis margir sem kunna að koma vel formúleruðum hugsunum í orð eins og t.d. nefndur Bjarni en bæði hann og aðrir verða þó fyrst og fremst metnir af skoðunum sínum en ekki mælsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Frábær færsla og sem ég skrifa þetta er að fæðast nýr Framsóknarmaður í Lúðvík Hermannssyni (Gissurarsyni). Svo það vantar ekki að ýmislegt er að gerast....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2007 kl. 19:21

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Já rætur okkar framsóknarmanna liggja víða. Gaman væri nú ef Bjarni brygði sér yfir Álinn til Afríku. Þar ku ekki vera þerfótað fyrir okkur því auðvitað erum við allir framsóknarmenn

Þórbergur Torfason, 28.8.2007 kl. 22:49

3 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Sæll Baldur!

    Nýkominn í bæinn frá því að leita að framsóknarmönnum (og veiða fisk!). Fann nokkra framsóknarmenn en þeir voru ekki rauðskinnar, eins og indíánar hétu í sögubókum æsku okkar. Mestu tíðindin eru þá af Lúðvík Gizurarsyni. Ég heyrði þessa framsóknarmenn sem ég hitti ræða það að þarna væri komið nýtt formannsefni og væru SUF-arar þegar farnir að safna skriftum undir áskorunarskjal til Lúðvíks þessa efnis. Þá hitnar undir Guðna!

Kveðja, SGT 

Sigurður G. Tómasson, 29.8.2007 kl. 17:26

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Rauðskinnar já, en það er ómögulegt nafn á framsóknarmönnum?

Baldur Kristjánsson, 29.8.2007 kl. 17:32

5 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Já og ekki eiga þeir einu sinni græna litinn. Það er hart í ári.

Sigurður G. Tómasson, 29.8.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband