Gćti ţetta gerst hér?
29.8.2007 | 10:46
Gćti ţetta gerst hér. Svo virđist af ţessum klippum á YouTube úr kanadíska sjónvarpinu ađ lögreglan hafi plantađ óróaseggjum í hóp friđsamra mótmćlenda í ţeim tilgangi ađ geta upprćtt mótmćlin. Seinna myndbandiđ er ekki síđur áhugavert ţar sem skór "ofbeldisseggjanna" eru sýndir. Ég trúi ţví ekki ađ nokkuđ ţessu líkt gćti gerst hér á landi en auđvitađ er barnaskapur ađ halda ađ vafasamir hlutir gerist ađeins í fortíđinni. Hvađ sem ţví líđur, borgaraleg réttindi hafa heldur veriđ á undanhaldi síđan 2001 á vesturlöndum "af öryggisástćđum". Slóđin er
http://www.bigbangblog.net/breve.php3?id_breve=387
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sćll Baldur.
Fyrir löngu síđan gaf Sovétska sendiráđiđ Ríkissjónvarpinu safn af kvikmyndum sem Sovétmenn höfđu tekiđ hér á landi. Ţarna var mynd sem tekin var út um glugga Hótel Borgar 30 marz 1949. Fyrir framan Alţingishúsiđ höfđu rađađ sér upp lögreglumenn og andspćnis ţeim mótmćlendur. Skyndilega koma ţrír lögreglumenn út úr Alţingishúsinu, dreifa sér fyrir aftan lögregluna og pota í mótmćlendur međ löngum kylfum. Mótmćlendurnir voru á suđupunkti og réđust á lögregluhópinn og ţá brutust óeirđirnar út.
Kv.
Gestur
Gestur Gunnarsson , 29.8.2007 kl. 15:23
Ţetta er alţekkt og stundađ af lögreglu um allan hinn "frjálsa" heim. Nú síđast í mótmćlunum gegn G8-ríkjunum í Ţýskalandi í júní síđastliđinn, sbr. frétt á síđunni http://frettir.org/2007/06/08/motm%c3%a6lendur-afhjupa-njosnara-%c3%beysku-logreglunar/
Ţađ vilja bara engir kapítalískir fjölmiđlar fjalla um ţetta ţví löggan er jú "góđi gaurinn" á međan mótmćlendur eru bara skríll og glćpamenn, "sirkus" eins og Tony Blair kallađi mótmćlendur eitt sinn.
Vilhelm (IP-tala skráđ) 31.8.2007 kl. 16:29
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.