Gæti þetta gerst hér?
29.8.2007 | 10:46
Gæti þetta gerst hér. Svo virðist af þessum klippum á YouTube úr kanadíska sjónvarpinu að lögreglan hafi plantað óróaseggjum í hóp friðsamra mótmælenda í þeim tilgangi að geta upprætt mótmælin. Seinna myndbandið er ekki síður áhugavert þar sem skór "ofbeldisseggjanna" eru sýndir. Ég trúi því ekki að nokkuð þessu líkt gæti gerst hér á landi en auðvitað er barnaskapur að halda að vafasamir hlutir gerist aðeins í fortíðinni. Hvað sem því líður, borgaraleg réttindi hafa heldur verið á undanhaldi síðan 2001 á vesturlöndum "af öryggisástæðum". Slóðin er
http://www.bigbangblog.net/breve.php3?id_breve=387
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Baldur.
Fyrir löngu síðan gaf Sovétska sendiráðið Ríkissjónvarpinu safn af kvikmyndum sem Sovétmenn höfðu tekið hér á landi. Þarna var mynd sem tekin var út um glugga Hótel Borgar 30 marz 1949. Fyrir framan Alþingishúsið höfðu raðað sér upp lögreglumenn og andspænis þeim mótmælendur. Skyndilega koma þrír lögreglumenn út úr Alþingishúsinu, dreifa sér fyrir aftan lögregluna og pota í mótmælendur með löngum kylfum. Mótmælendurnir voru á suðupunkti og réðust á lögregluhópinn og þá brutust óeirðirnar út.
Kv.
Gestur
Gestur Gunnarsson , 29.8.2007 kl. 15:23
Þetta er alþekkt og stundað af lögreglu um allan hinn "frjálsa" heim. Nú síðast í mótmælunum gegn G8-ríkjunum í Þýskalandi í júní síðastliðinn, sbr. frétt á síðunni http://frettir.org/2007/06/08/motm%c3%a6lendur-afhjupa-njosnara-%c3%beysku-logreglunar/
Það vilja bara engir kapítalískir fjölmiðlar fjalla um þetta því löggan er jú "góði gaurinn" á meðan mótmælendur eru bara skríll og glæpamenn, "sirkus" eins og Tony Blair kallaði mótmælendur eitt sinn.
Vilhelm (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.