Konan á yfir höfði sér að vera grýtt eða hegnd -af réttindum samkynhneigðra!

Ég hef ekki séð hvað varð um Pegah Emambakhsh 40 ára gamla konu en fyrir nokkrum dögum stóð til að senda hana frá Bretlandi þar sem hún hefur ekki fengið pólitískt hæli til heimalands síns Íran. Málið vakti athygli á Ítalíu og hafði Ítalska stjórnin með fulltingi foringja stjórnarandstöðunnar Berlusconi boðist til þess að veita henni hæli. 

Emambaksh flúði til Bretlands fyrir tveimur árum. Málið er að hún er lesbísk þó gift karlmanni og átti tvo syni  en var í sambandi við sér yngri konu. Hún ógnaði sem sagt með framferði sínu samfélaginu í Íran á marga vegu. Faðir hennar hefur verið pyntaður heimafyrir eftir flótta hennar.  Konan sem hún var í sambandi við handtekin, pyntuð og dæmd til dauða. Samkvæmt Írönskum lögum er refsingin fyrir lesbíuskap 100 svipuhögg (100 strokes of the cane) en þar sem lýst hefur verið yfir að Emambaksh sé ógnun við almenna reglu (an enemy of public order) er búist við að hún eigi yfir höfði sér að vera grýtt eða hegnd. Ja, hérna. 

Vonandi hefir Ítölum tekist að hafa vit fyrir Bretum. En það er víðar en í Íran þar sem idjótí er í gangi í garð samkynhneigðra þó að þeir slái nú allt út.  Víða í Evrópu eru vaðandi fordómar uppi í garð homma og lesbía þeir ofsóttir, útskúfaðir og fordæmdir. Einkum er ástandið slæmt í Austur Evrópu, verst sennilega í Póllandi þar sem stjórnmálamenn t.a.m. þeir Kaczynski bræður Jaroslaw og Lech (annar forseti, hinn forsætisráðherra) eru sagðir kynda óspart undir fordóma í garð þessa þjóðfélagshóps meðal annars með yfirlýsingum á borð við þá að ef samkynhneigð yrði umborin kynni mannkynið að deyja út. Ofsóknir gegn hommum og lesbíum í Póllandi eru sem sagt Legió.

 Evrópuráðið, sem Ísland er aðili að, hefur lýst því yfir að hver og ein manneskja eigi að njóta fulls réttar í samfélaginu án tillit til uppruna, litarháttar, trúar kynferðis eða kynhneigðar.  Þetta á við um samfélagið allt hvern krók þess og kima. Um þetta er almenn sátt í orði og í orði og verki í norðurhluta Evrópu.  Þeir sem ekki átta sig á því eru dæmdir til eyðimerkurgöngu með sitt fúla skegg.  

Margir segja að manngildishugsjónir Evrópu nútímans megi ekki síst rekja til þess hugsunarháttar sem Kristur leysti úr læðingi. Það má því tala um kaldhæðni örlaganna að það eru helst lærisveinar hans sem spyrna nú við fótum þegar kemur að réttindabaráttu samkynhneigðra. Þeir eru, margir hverjir, fastir í kreddum þeim sem þeir ólust upp við.  Í stað þess að láta kærleikann og virðingu fyrir manneskjunni, hennar óskum og vonum, ráða huga sínum.  Minna óneitanlega á farísea og fræðimenn á dögum Krists.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Frábær pistill Baldur og takk fyrir að vekja athygli á þessu máli með írönsku konuna! Hugsa sér að telja manneskju á þennan hátt ógnun við almenna reglu, maður getur ekkert orðið annað en miður sín þegar svona mál koma upp! Ástandið í Póllandi er líka skelfilegt, hér skín svo sannarlega ekki mannkærleikur Krists í gegn í þessari umræðu, frekar verð að ýta fólki lengra út á jaðarinn! Kveðja, Sunna!

Sunna Dóra Möller, 30.8.2007 kl. 10:40

2 identicon

Ef þið viljið leggja þessari konu lið þá getið þið skrifað undir bænaskjal þar sem farið er fram á að hún verði ekki framseld til Iran heldur fái landvistarleyfi i UK

http://www.petitiononline.com/pegah/petition.html

Hilmar (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 11:09

3 identicon

Heill og sæll! Með þökk fyrir þennan pistil. Jóna Hrönn

Jóna Hrönn Bolladóttir (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 11:51

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir að benda á þetta Baldur.  Frá því að Ayatollarnir náðu völdum í Íran hafa yfir 4000 manns verið líflátnir fyrir samkynhneigð.  Fyrir tveimur árum birtust þessar skelfilegu myndir af opinberri hengingu tveggja drengja sem voru þá aðeins 18 og 16 ára gamlir.  Þeir höfðu þá þegar mátt dúsa í fangelsi í 14 mánuði og hlotið 228 svipuhögg.  Það er erfitt að finna orð til að lýsa svona grimmd og illsku, sem framin er í nafni trúarinnar...hvort sem það er í Teheran eða Texas.

Róbert Björnsson, 30.8.2007 kl. 18:44

5 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Orð í tíma og nútíma töluð, ekki veitir af, og fordómarnir leynast ansi,ansi víða.

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 30.8.2007 kl. 21:26

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sæll, séra Baldur. "Víða í Evrópu eru vaðandi fordómar uppi í garð homma og lesbía þeir ofsóttir, útskúfaðir og fordæmdir. Einkum er ástandið slæmt í Austur-Evrópu, verst sennilega í Póllandi," segirðu í þessari grein og bætir við: "Ofsóknir gegn hommum og lesbíum í Póllandi eru sem sagt legíó." Þess vegna langar mig til að beina til þín einni ósk, úr því að ástandið í Evrópu er samkvæmt þessu sennilega verst í Póllandi: Viltu ekki fræða okkur hér um svona tvö, þrjú til fimm alverstu tilfellin í þessu versta landi í hinu slæma austurevrópska ástandi í þessum efnum? Í þessum tilmælum felst engin vefenging þess, að verstu tilfellin hljóti að vera ljót, enda hljóta verstu tilfellin alltaf að vera verri en öll önnur á því svæði, sem um er verið að ræða; en mér finnst sjálfsagt fyrir þig, liðugan skriffinn, að upplýsa lesendur þína nánar einmitt um þessi atriði, sem þú virðist vita sitthvað um. Þá fáum við kannski svolítið raunhæfan samanburð líka við ástandið í Íran og fleiri löndum. Ekki myndi spilla fyrir, ef þú gætir um leitt rök að því, hvort veraldleg yfirvöld, trúfélög eða önnur skráð samtök hafi átt einhvern hlut í viðkomandi ofsóknar-tilfellum. - Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 1.9.2007 kl. 01:50

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Jón Valur! Upplýsingar mínar um Austur Evrópu eru byggðar á samtölum við menn og lestur greina. Það er engin vafi í mínum huga að í Póllandi er mikil homophobía. Ekki það að stjórnvöld grýti menn það er rétt. Ekki beinlínis.  Ég hef grun um að punktur þinn sé: Kristin(kaþólsk) mennig er betri(umburðarlyndari)en islömsk. Það er athyglisverð pæling og ekki einföld. Ottoman heimsveldið(Islamskt) var t.d. fremur umburðarlynt. Sama er ekki hægt að segja um (kristið) Þýskaland undir lok fjórða áratugarins. (kristin) ríki norður Evrópu eru t.d. mjög umburðarlynd í garð samkynhneigðra. Sjálfur var Kristur umburðarlund persóna a.m.k. stundum. Takk fyrir samtalið.  Kv.

Baldur Kristjánsson, 1.9.2007 kl. 10:27

8 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Athyglisverð þessi rökfærsla, sem sumir bera fyrir sig, að ef litið sé aðeins fram veginn þá muni umburðarlyndi og viðurkenning í garð homma og lesbía lhægt og örugglega eiða til þess að sífellt fleiri verði samkynhneigðir og hætti að líta við hinu kyninu og þannig deyi barasta mannkynið smám saman út! Kannski leynist þarna grunur, hjá þessum sumum, um að innst inni séum við öll hommar og lesbíur. Það skyldi þó aldrei vera? Ha?

LKS - hvunndagshetja, 1.9.2007 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband